Óskar Hrafn: Oliver og aðrir Blikar alltaf velkomnir heim í Kópavoginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Óskar stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn gegn KA í BOSE-mótinu 16. nóvember næstkomandi. mynd/baldur hrafnkell Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira