150 milljónir króna áætlaðar vegna brunaskemmda í Seljaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 09:21 Tjónið var mikið eftir brunann í maí. vísir/jóhann k Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45