„Ég er rosalega lítið í fílu og það þarf rosalega mikið svo að ég verði eitthvað brjáluð,“ segir Eva Ruza þegar hún var spurð hvort hún væri alltaf í góðu skapi.
„Nema þegar ég verð svöng. Þá er eitthvað sem triggerast í hausnum á mér. Svo fæ ég mér bara að borða og er orðin glöð aftur tuttugu mínútum seinna. Það er svo ótrúlega gott að vera ekki að eyða tímanum sínum og lífinu í einhvern óþarfa pirring. Ég gef mér aldrei langan tíma í það að vera pirruð og ég er rosalega fljót að henda þessu fyrir aftan mig. Manni líður ekkert vel þegar maður er pirraður og ég reyni því að forðast þá tilfinningu alveg.“
Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, um sjónvarpsþátt sem hún er að byrja með á nýju ári, hversu seinheppin hún getur verið, lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, um áhugan á Hollywood og um erfileika þeirra hjóna að eignast börn og opnaði hún sig einnig um skelfilegan atburð sem hún varð vitni af níu ára.