Alfa Romeo hættir við tvo sportbíla og leggur áherslu á jepplinga í staðinn Njáll Gunnlaugsson skrifar 14. nóvember 2019 14:00 Alfa Romeo Tonale jepplingurinn var frumsýndur í vor. NORDICPHOTOS/GETTY Ítalski sportbílaframleiðandinn Alfa Romeo er að endurskipuleggja sig í þá veru að færa áherslu sína á sportbíla meira yfir á það sem allir vilja kaupa í dag, sportjeppa og jepplinga. Alfa Romeo hefur því lagt áform um framleiðslu 8C ofurbílsins og GTV sportbílsins á hilluna og hyggst framleiða tvær gerðir jepplinga í staðinn. Tonale er nýr jepplingur frá Alfa Romeo sem er nýkominn fram á sjónarsviðið og tilheyrir svokölluðum C-stærðarf lokki en auk hans er von á nýjum jepplingi í B-stærðarf lokki sem er númeri minni. Þegar hefur verið hætt við 4C sportbílinn og stutt í að hætt verði framleiðslu á Giulietta hlaðbaknum sem þýðir að aðeins fjórir bílar verða á dagskrá hjá Alfa Romeo árið 2022. Ástæða þess að hætt er við 8C og GTV núna er að spara þróunar- og framleiðslukostnað svo hægt sé að einbeita sér að bílum sem vænlegri eru til sölu. Tilkynnt hefur verið að Tonale verði brátt fáanlegur sem tengiltvinnbíll og nýr jepplingur í B-flokki mun einnig verða fáanlegur sem 100% raf bíll sem verður sá fyrsti slíki í sögu merkisins. Mikil samkeppni ríkir á þessum markaði jepplinga og spurningin er hvort breyttar áherslur hins fornfræga sportbílaframleiðanda verði til hins betra eða verra. Eitt er víst að eftirsjá verður að sportbílunum sem nú hefur verið hætt við. Alfa Romeo 8C hefði verið byggður með einrýmisformaðri grind úr koltrefjum. Vélin átti að vera V6 með tveimur forþjöppum sem sent hefði 700 hestöf l í afturdekkin. Framöxull hefði fengið rafmótor og þess vegna hefði þessi bíll keppt við bíla eins og Audi R8 og McLaren 570S. GTV sportbíllinn hefði verið tveggja dyra kúpubakur með fjórum sætum og átti að keppa við BMW 4-línu. Öflugasta útfærsla hans hefði fengið 600 hestöfl og fjórhjóladrif í Quadrifoglio útgáfu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent
Ítalski sportbílaframleiðandinn Alfa Romeo er að endurskipuleggja sig í þá veru að færa áherslu sína á sportbíla meira yfir á það sem allir vilja kaupa í dag, sportjeppa og jepplinga. Alfa Romeo hefur því lagt áform um framleiðslu 8C ofurbílsins og GTV sportbílsins á hilluna og hyggst framleiða tvær gerðir jepplinga í staðinn. Tonale er nýr jepplingur frá Alfa Romeo sem er nýkominn fram á sjónarsviðið og tilheyrir svokölluðum C-stærðarf lokki en auk hans er von á nýjum jepplingi í B-stærðarf lokki sem er númeri minni. Þegar hefur verið hætt við 4C sportbílinn og stutt í að hætt verði framleiðslu á Giulietta hlaðbaknum sem þýðir að aðeins fjórir bílar verða á dagskrá hjá Alfa Romeo árið 2022. Ástæða þess að hætt er við 8C og GTV núna er að spara þróunar- og framleiðslukostnað svo hægt sé að einbeita sér að bílum sem vænlegri eru til sölu. Tilkynnt hefur verið að Tonale verði brátt fáanlegur sem tengiltvinnbíll og nýr jepplingur í B-flokki mun einnig verða fáanlegur sem 100% raf bíll sem verður sá fyrsti slíki í sögu merkisins. Mikil samkeppni ríkir á þessum markaði jepplinga og spurningin er hvort breyttar áherslur hins fornfræga sportbílaframleiðanda verði til hins betra eða verra. Eitt er víst að eftirsjá verður að sportbílunum sem nú hefur verið hætt við. Alfa Romeo 8C hefði verið byggður með einrýmisformaðri grind úr koltrefjum. Vélin átti að vera V6 með tveimur forþjöppum sem sent hefði 700 hestöf l í afturdekkin. Framöxull hefði fengið rafmótor og þess vegna hefði þessi bíll keppt við bíla eins og Audi R8 og McLaren 570S. GTV sportbíllinn hefði verið tveggja dyra kúpubakur með fjórum sætum og átti að keppa við BMW 4-línu. Öflugasta útfærsla hans hefði fengið 600 hestöfl og fjórhjóladrif í Quadrifoglio útgáfu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent