Tók langan tíma að byggja upp traust Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2019 06:15 Viðar Helgason fiskifræðingur. Fréttablaðið/Anton brink Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37