Primavera sófarnir eru afar stílhreinir og fallegir.
„Búðin er stútfull af fallegum vörum og brjálað að gera hjá okkur. Við vorum til dæmis að fá í hús stóra sendingu af sófum frá Primavera. Þessir sófar renna út eins og heitar lummur,“ Segir Díana Bjarnadóttir, sérfræðingur á sviði útlits- og innanhússhönnunar hjá Vogue fyrir heimilið.
Sófarnir frá Primavera eru afar stílhreinir, beinar línur og útlitið sígilt. Primavera er dönsk gæða hönnun, framleidd í Evrópu.
„Þetta útlit er mjög vinsælt í dag en sófarnir eru bæði með fín-flauels áklæði og leðri. Við eigum til stóla og allt upp í fjögurra sæta sófa frá þessum framleiðanda. Auk þess er mjög vinsælt að kaupa staka koll/pullu sem hægt er að nýta sem stakt sæti, sófaborð eða bæta við sem tungu á sófann,“ segir Díana.
„Vinsælustu litirnir eru gráir og hlutlausir tónar en þó er sinnepsgulur að koma sterkur inn. Íslendingar eru óhræddir við liti og hrista oft upp í litasamsetningunni á heimilinu með því að bæta stökum stólum við í áberandi lit,“ segir hún og hvetur þá sem eru í sófahugleiðingum fyrir jólin til að kíkja við í versluninni að Síðumúla 30. Nóg er til á lagernum og enginn biðtími.
„Við eigum gríðarlega mikið úrval af sófum frá ólíkum framleiðendum. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera vandaðir, sterkir og endingargóðir og ofboðslega fallegir,“ segir Díana.