Ritstjórinn við stýrið hjá Aftureldingu: „Mosfellsbær á allavega að vera með lið í Inkasso-deildinni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Magnús í vinnugallanum. vísir/getty Afturelding vígði ekki bara nýtt knatthús síðasta laugardag heldur var nýr þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta einnig kynntur. Hann heitir Magnús Már Einarsson en flestir þekkja hann eflaust sem annan ritstjóra vefsíðunnar Fótbolta.net. Undanfarin tvö ár hefur Magnús verið aðstoðarþjálfari Aftureldingar en núna fær hann tækifæri sem aðalþjálfari. Hann er yngsti þjálfarinn í tveimur efstu deildum karla, aðeins 30 ára gamall. „Þetta var á stefnuskránni einhvern tímann í framtíðinni en gerðist fyrr en ég reiknaði með. En ég er mjög stoltur að hafa fengið þetta tækifæri og staðráðinn í að standa mig vel,“ sagði Magnús í samtali við Vísi. Ekki að fara að gera frekari rósir sem leikmaðurMagnús í leik með Aftureldingu.mynd/hafliði breiðfjörðMagnús er Mosfellingur í húð og hár og lék lengi með Aftureldingu en einnig með Leikni R. og Hugin á Seyðisfirði. Hann hætti að spila þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður Arnars Hallssonar haustið 2017. „Um 2016-17 fór ég að skoða hvort ég ætti að henda skónum á hilluna frægu. Maður er búinn að vera í fótboltanum frá því ég var sex ára og fannst ég geta gert meira utan vallar en innan. Ég sá að ég var ekki að fara að gera frekari rósir sem leikmaður og þá ákvað ég að láta reyna á þetta,“ sagði Magnús. „Ég gerðist aðstoðarþjálfari Aftureldingar og fann mig vel í því starfi. Ég hef öðlast mikla reynslu með því að vinna með Arnari undanfarin tvö ár. Við unnum 2. deildina og héldum okkur uppi í Inkasso-deildinni í sumar. Mér finnst þetta hrikalega gaman og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa lagt skóna á hilluna og farið í þjálfaraúlpuna.“ Tókst loksins þegar ég hætti að spilaMagnús var aðstoðarþjálfari karlaliðs Aftureldingar í tvö ár áður en hann var ráðinn aðalþjálfari.vísir/vilhelmAfturelding var níu ár samfleytt í 2. deildinni og gerði fjölmargar tilraunir til að komast upp í næstefstu deild. Það tókst ekki fyrr en 2018. „Loksins þegar ég hætti að spila tókst þetta,“ sagði Magnús og hló. „Þetta tók ótrúlega langan tíma en félagið hefur alltaf verið að stækka og iðkendum fjölgað. Það er meiri fótboltaáhugi í bænum. Ég held að þetta hafi gerst á góðum tíma. Uppbyggingin hefur gengið vel og nú þarf að halda henni áfram. Þetta 12.000 manna bæjarfélag og það á a.m.k. að vera með lið í Inkasso-deildinni.“ Iðkendafjöldinn margfaldastÚr leik Aftureldingar.fbl/sigtryggur ariÖflugir leikmenn hafa komið upp úr yngri flokka starfinu hjá Aftureldingu á undanförnum árum. Má þar nefna Axel Óskar og Jökul Andréssyni, Bjarka Stein Bjarkason og Róbert Orra Þorkelsson sem var seldur til Breiðabliks um helgina. „Það væri að stilla upp fínu draumaliði leikmanna sem eru að spila í Pepsi Max-deildinni og erlendis sem eru úr Mosfellsbænum. Draumurinn er að sjá þá snúa aftur, hvort sem það er núna eða síðar. Maður er stoltur af þessum strákum. Það sýnir að það er gott starf unnið í félaginu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Magnús. Hann segir að knattspyrnudeildin hjá Aftureldingu sé alltaf að stækka. „Iðkendafjöldinn hefur margfaldast og er milli 600-700 núna. Leikmenn fá ungir tækifæri með meistaraflokki og njóta góðs af því. Það er það sem félagið vill gera; búa til góða leikmenn. Róbert Orri er nýjasta dæmið. Hann spilaði fyrsta leikinn sinn með meistaraflokki þegar hann var 15 ára. Hann hefur svo tekið hvert skrefið fram á fætur öðru og staðist öll próf. Það er gaman að sjá svona unga stráka grípa tækifærið.“ Vilja gera betur en í fyrraMagnús vill festa Aftureldingu í sessi í Inkasso-deildinni.vísir/vilhelmAfturelding endaði í 8. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili sem er einn besti árangur í sögu félagsins. Magnús vonast til að geta byggt ofan á gott tímabil í sumar. „Maður horfir upp á við og við viljum enda ofar en í 8. sæti á næsta tímabili. Við viljum festa okkur almennilega í sessi í þessari deild og sýna að við erum komnir til að vera. Það er markmiðið. Við erum með fínan grunn til að byggja á,“ sagði Magnús. Hann segir að nýja knatthús í Mosfellsbænum komi í góðar þarfir, þótt völlurinn sé ekki í fullri stærð. „Höllin breytir miklu, sérstaklega fyrir yngri flokkana. Á veturna vorum við bara með einn gervigrasvöll og hann réði ekki við iðkendafjöldann,“ sagði Magnús. „Auðvitað hefði maður viljað hafa höllina í fullri stærð. Ég ætla ekki að ljúga neinu öðru. Fyrst það var ráðist í þessa framkvæmd hefði maður viljað sjá völl í fullri stærð því þörfin er til staðar. Allir æfingatímar í höllinni og á gervigrasinu úti í vetur eru uppbókaðir. Og iðkendafjöldinn á bara eftir að aukast.“ Lætur umfjöllun um Inkasso-deildina veraUngur Magnús tekur viðtal við Bjarna Jóhannsson. Þeir stýra báðir liðum í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.mynd/ksíEins og áður sagði er Magnús annar ritstjóra Fótbolta.net, þar sem hann hefur unnið frá því um fermingu. Hann ætlar að halda sínu striki í ritstjórastarfinu þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari liðs í Inkasso-deildinni. „Augljóslega kem ég ekki nálægt umfjöllun um Inkasso-deildina, ekki frekar en í sumar. Ég læt aðra um það, enda erum við vel mannaðir á síðunni,“ sagði Magnús. „Ég reyni að samtvinna þetta eins og hægt er. Það er ekki fullt starf að vera þjálfari í Inkasso-deildinni þannig að held áfram hjá Fótbolta.net og reyni að sinna báðum störfum af kostgæfni og gera þetta vel.“ Magnús kvartar ekki yfir því að geta unnið við aðaláhugamálið. „Fótboltinn hefur verið lífs manns frá því maður var sex ára og það heldur bara áfram,“ sagði Magnús að lokum. Inkasso-deildin Mosfellsbær Tengdar fréttir Breiðablik keypti unglingalandsliðsmann frá Aftureldingu Róbert Orri Þorkelsson er genginn í raðir Breiðablik frá Aftureldingu þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. 10. nóvember 2019 14:04 Ritstjóri Fótbolta.net tekinn við Inkasso liði Inkasso-deildarlið Aftureldingar réði til sín íþróttafréttamanninn Magnús Már Einarsson sem þjálfara fyrir komandi leiktíð. 9. nóvember 2019 17:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Afturelding vígði ekki bara nýtt knatthús síðasta laugardag heldur var nýr þjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta einnig kynntur. Hann heitir Magnús Már Einarsson en flestir þekkja hann eflaust sem annan ritstjóra vefsíðunnar Fótbolta.net. Undanfarin tvö ár hefur Magnús verið aðstoðarþjálfari Aftureldingar en núna fær hann tækifæri sem aðalþjálfari. Hann er yngsti þjálfarinn í tveimur efstu deildum karla, aðeins 30 ára gamall. „Þetta var á stefnuskránni einhvern tímann í framtíðinni en gerðist fyrr en ég reiknaði með. En ég er mjög stoltur að hafa fengið þetta tækifæri og staðráðinn í að standa mig vel,“ sagði Magnús í samtali við Vísi. Ekki að fara að gera frekari rósir sem leikmaðurMagnús í leik með Aftureldingu.mynd/hafliði breiðfjörðMagnús er Mosfellingur í húð og hár og lék lengi með Aftureldingu en einnig með Leikni R. og Hugin á Seyðisfirði. Hann hætti að spila þegar hann var ráðinn aðstoðarmaður Arnars Hallssonar haustið 2017. „Um 2016-17 fór ég að skoða hvort ég ætti að henda skónum á hilluna frægu. Maður er búinn að vera í fótboltanum frá því ég var sex ára og fannst ég geta gert meira utan vallar en innan. Ég sá að ég var ekki að fara að gera frekari rósir sem leikmaður og þá ákvað ég að láta reyna á þetta,“ sagði Magnús. „Ég gerðist aðstoðarþjálfari Aftureldingar og fann mig vel í því starfi. Ég hef öðlast mikla reynslu með því að vinna með Arnari undanfarin tvö ár. Við unnum 2. deildina og héldum okkur uppi í Inkasso-deildinni í sumar. Mér finnst þetta hrikalega gaman og sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun að hafa lagt skóna á hilluna og farið í þjálfaraúlpuna.“ Tókst loksins þegar ég hætti að spilaMagnús var aðstoðarþjálfari karlaliðs Aftureldingar í tvö ár áður en hann var ráðinn aðalþjálfari.vísir/vilhelmAfturelding var níu ár samfleytt í 2. deildinni og gerði fjölmargar tilraunir til að komast upp í næstefstu deild. Það tókst ekki fyrr en 2018. „Loksins þegar ég hætti að spila tókst þetta,“ sagði Magnús og hló. „Þetta tók ótrúlega langan tíma en félagið hefur alltaf verið að stækka og iðkendum fjölgað. Það er meiri fótboltaáhugi í bænum. Ég held að þetta hafi gerst á góðum tíma. Uppbyggingin hefur gengið vel og nú þarf að halda henni áfram. Þetta 12.000 manna bæjarfélag og það á a.m.k. að vera með lið í Inkasso-deildinni.“ Iðkendafjöldinn margfaldastÚr leik Aftureldingar.fbl/sigtryggur ariÖflugir leikmenn hafa komið upp úr yngri flokka starfinu hjá Aftureldingu á undanförnum árum. Má þar nefna Axel Óskar og Jökul Andréssyni, Bjarka Stein Bjarkason og Róbert Orra Þorkelsson sem var seldur til Breiðabliks um helgina. „Það væri að stilla upp fínu draumaliði leikmanna sem eru að spila í Pepsi Max-deildinni og erlendis sem eru úr Mosfellsbænum. Draumurinn er að sjá þá snúa aftur, hvort sem það er núna eða síðar. Maður er stoltur af þessum strákum. Það sýnir að það er gott starf unnið í félaginu og vonandi heldur það áfram,“ sagði Magnús. Hann segir að knattspyrnudeildin hjá Aftureldingu sé alltaf að stækka. „Iðkendafjöldinn hefur margfaldast og er milli 600-700 núna. Leikmenn fá ungir tækifæri með meistaraflokki og njóta góðs af því. Það er það sem félagið vill gera; búa til góða leikmenn. Róbert Orri er nýjasta dæmið. Hann spilaði fyrsta leikinn sinn með meistaraflokki þegar hann var 15 ára. Hann hefur svo tekið hvert skrefið fram á fætur öðru og staðist öll próf. Það er gaman að sjá svona unga stráka grípa tækifærið.“ Vilja gera betur en í fyrraMagnús vill festa Aftureldingu í sessi í Inkasso-deildinni.vísir/vilhelmAfturelding endaði í 8. sæti Inkasso-deildarinnar á síðasta tímabili sem er einn besti árangur í sögu félagsins. Magnús vonast til að geta byggt ofan á gott tímabil í sumar. „Maður horfir upp á við og við viljum enda ofar en í 8. sæti á næsta tímabili. Við viljum festa okkur almennilega í sessi í þessari deild og sýna að við erum komnir til að vera. Það er markmiðið. Við erum með fínan grunn til að byggja á,“ sagði Magnús. Hann segir að nýja knatthús í Mosfellsbænum komi í góðar þarfir, þótt völlurinn sé ekki í fullri stærð. „Höllin breytir miklu, sérstaklega fyrir yngri flokkana. Á veturna vorum við bara með einn gervigrasvöll og hann réði ekki við iðkendafjöldann,“ sagði Magnús. „Auðvitað hefði maður viljað hafa höllina í fullri stærð. Ég ætla ekki að ljúga neinu öðru. Fyrst það var ráðist í þessa framkvæmd hefði maður viljað sjá völl í fullri stærð því þörfin er til staðar. Allir æfingatímar í höllinni og á gervigrasinu úti í vetur eru uppbókaðir. Og iðkendafjöldinn á bara eftir að aukast.“ Lætur umfjöllun um Inkasso-deildina veraUngur Magnús tekur viðtal við Bjarna Jóhannsson. Þeir stýra báðir liðum í Inkasso-deildinni á næsta tímabili.mynd/ksíEins og áður sagði er Magnús annar ritstjóra Fótbolta.net, þar sem hann hefur unnið frá því um fermingu. Hann ætlar að halda sínu striki í ritstjórastarfinu þrátt fyrir að vera orðinn þjálfari liðs í Inkasso-deildinni. „Augljóslega kem ég ekki nálægt umfjöllun um Inkasso-deildina, ekki frekar en í sumar. Ég læt aðra um það, enda erum við vel mannaðir á síðunni,“ sagði Magnús. „Ég reyni að samtvinna þetta eins og hægt er. Það er ekki fullt starf að vera þjálfari í Inkasso-deildinni þannig að held áfram hjá Fótbolta.net og reyni að sinna báðum störfum af kostgæfni og gera þetta vel.“ Magnús kvartar ekki yfir því að geta unnið við aðaláhugamálið. „Fótboltinn hefur verið lífs manns frá því maður var sex ára og það heldur bara áfram,“ sagði Magnús að lokum.
Inkasso-deildin Mosfellsbær Tengdar fréttir Breiðablik keypti unglingalandsliðsmann frá Aftureldingu Róbert Orri Þorkelsson er genginn í raðir Breiðablik frá Aftureldingu þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. 10. nóvember 2019 14:04 Ritstjóri Fótbolta.net tekinn við Inkasso liði Inkasso-deildarlið Aftureldingar réði til sín íþróttafréttamanninn Magnús Már Einarsson sem þjálfara fyrir komandi leiktíð. 9. nóvember 2019 17:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Breiðablik keypti unglingalandsliðsmann frá Aftureldingu Róbert Orri Þorkelsson er genginn í raðir Breiðablik frá Aftureldingu þar sem hann hefur leikið allan sinn feril. 10. nóvember 2019 14:04
Ritstjóri Fótbolta.net tekinn við Inkasso liði Inkasso-deildarlið Aftureldingar réði til sín íþróttafréttamanninn Magnús Már Einarsson sem þjálfara fyrir komandi leiktíð. 9. nóvember 2019 17:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn