Mynda sérstakt teymi til að bregðast við tíðum árásum í Malmö eftir morðið á Jaffar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 11:25 Hinn 15 ára Jaffar var skotinn til bana í árás á Möllevången í Malmö um helgina. Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar. Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Sérstakt teymi undir stjórn lögreglustjóra verður myndað til að reyna að stemma stigu við tíðum skotárásum í sænsku borginni Malmö. Frá þessu var greint á fréttamannafundi lögreglunnar í Malmö í morgun, að því er fram kemur í frétt SVT. Ákvörðunin er tekin eftir enn eina árásina sem varð um helgina þar sem fimmtán ára piltur, Jaffar að nafni, var skotinn til bana á veitingastað í hverfinu Möllevången á laugardagskvöldið. Annar piltur var skotinn í sömu árás og liggur hann nú lífshættulega særður á sjúkrahúsi. Lögreglan á Skáni mun fá aukin framlög frá öðrum landshlutum og þá mun lögregla fá auknar valdheimildir til að bregðast við árásunum. „Við höfum tvær ofbeldisfullar helgar að baki, með sprengingum og morðum. Hugur okkar er hjá aðstandendum og foreldrum sem þurfa að upplifa sína verstu martröð, en einnig til íbúa Malmöborgar sem finna fyrir óöryggi í borginni sinni,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson.Engar töfralausnir Persson segir að teymið muni eiga í nánu samstarfi við borgaryfirvöld í Malmö. Ljóst sé að ekki séu til neinar töfralausnir og að verkefnið sé til langs tíma. Mikið verk hafi nú þegar verið unnið, árangur hafi náðst, en að árásirnar nú skyggi á það allt. Lögreglustjórinn Stefan Sintéus, sem mun leiða vinnu teymisins, segir að fíkniefnaviðskipti skýri að stórum hluta þá ofbeldisbylgju sem nú ríði yfir.Pilturinn var skotinn á veitingastað við Möllevången á laugardagskvöld.APEnginn verið handtekinn Starfsmenn á vegum borgarinnar komi nú til með að hefja störf við að vinna að breyttu hegðunarmynstri ungmenna og auka forvarnarstarf til að draga úr fíkniefnanotkun unglinga. Mikilvægt sé að fá börn til að klára grunnskólanám og koma í veg fyrir að þau hafni í slíku umhverfi þar sem neysla og fíkniefnaviðskipti séu daglegt brauð. Á laugardagskvöldinu var fyrst tilkynnt um sprengingu í borginni, um sex mínútum áður en árásin var gerð. Sintéus segir að sprengingin hafi að öllum líkindum verið hugsuð til að afvegaleiða lögregluna og beina athygli hennar annað þegar sjálf skotárásin á veitingastaðnum var gerð. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna árásarinnar.
Svíþjóð Tengdar fréttir 15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43 Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
15 ára drengur lést eftir skotárásina í Malmö Unglingsdrengur lést af sárum sínum eftir skotárás við Möllevångstorg í sænska bænum Malmö rétt eftir klukkan 21 að staðartíma í gærkvöldi. 10. nóvember 2019 13:43
Tilkynnt um sprengingu og skotárás í Malmö Lögregla í Malmö fékk tilkynningu um sprengingu skömmu fyrir klukkan 21 að staðartíma í kvöld. Sex mínútum síðar bárust fréttir um að tveir hafi verið skotnir á veitingastað við Möllevångstorgið. 9. nóvember 2019 21:24