Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales ávarpaði þjóð sína í gær. Getty Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum. Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.
Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05