Svíar reiðir vegna náðunar morðingja táningsstúlku í Srí Lanka Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 21:42 Yvonne Jonsson var nítján ára gömul þegar hún var myrt. Ákvörðun forsetans hefur vakið mikla reiði, bæði á Srí Lanka og í Svíþjóð. Vísir/Getty Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans. Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Maithripala Sirisena, forseti Srí Lanka, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir náðun Jude Jayamaha sem myrti hina nítján ára gömlu Yvonne Jonsson í höfuðborginni í Colombo árið 2005. Jonsson fannst látinn í stigagangi á heimili sínu þar sem hún bjó ásamt móður sinni, sem er frá Srí Lanka, eftir að hafa verið beitt hrottalegu ofbeldi. Jayamaha var nítján ára gamall þegar hann hóf afplánun á tólf ára dómi sínum en dómurinn var síðar þyngdur í dauðarefsingu eftir áfrýjun til hærra dómstigs, en málið vakti mikla athygli enda Jayamaha hluti af þekktri og vellauðugri fjölskyldu á Srí Lanka. Náðun hans hefur því vakið mikla reiði í landinu sem og í Svíþjóð og hefur Caroline Jonsson, systir Yvonne, lýst yfir reiði sinni vegna málsins og segir Jayamaha ekki hafa sýnt fram á að hann iðrist gjörða sinna. Lík Yvonne var illa leikið eftir árásina og var höfuðkúpa hennar brotin í 64 parta. Þegar forsetinn rökstuddi ákvörðun sína um náðun með því að lýsa morðinu sem „óþolinmæðisverki“ og Jayamaha hefði sýnt af sér góða hegðun á meðan fangelsisvistinni stóð. Að sögn systur Yvonne hefur fjölskyldan orðið fyrir miklu áfalli vegna náðunarinnar. Hún gefur lítið fyrir yfirlýsingar forsetans að um óþolinmæðisverk hafi verið að ræða og segir hann hafa framið morðið af yfirlögðu ráði og beðið eftir systur sinni fyrir utan íbúð fjölskyldunnar áður en hann lét til skarar skríða. „Nú þegar þú hefur enn og aftur valdið mér og fjölskyldu minni þessum óbærilega sársauka, þá held ég að við og allt fólkið sem hefur lýst yfir áhyggjum yfir nýskeðum atburðum eigum skilið að vita raunverulegar ástæður þess að þú ákvaðst að blanda þér í málið,“ skrifar Caroline Jonsson á Facebook-síðu sinni til forsetans.
Srí Lanka Svíþjóð Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira