K-poppstjörnur dæmdar í óhugnanlegu nauðgunarmáli Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 09:34 Jung Joon-young mætir til skýrslutöku hjá lögreglu í mars. Vísir/getty Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin. Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Kóresku poppstjörnurnar Jung Joon-young og Choi Jong-hoon voru í dag dæmdar í fangelsi fyrir að nauðga fjölmörgum konum er þær voru meðvitundarlausar sökum áfengisneyslu. Jung hlaut sex ára fangelsisdóm og Choi var dæmdur í fimm ára fangelsi. BBC greinir frá. Jung var auk þess ákærður fyrir að mynda brotin og dreifa myndefninu í hópspjalli á netinu á árunum 2015-16. Mennirnir voru jafnframt skikkaðir til að sitja námskeið um kynferðisofbeldi, samtals í áttatíu klukkutíma, og þá er þeim bannað að vinna með börnum.Sjá einnig: Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað BBC hefur eftir dómara að Jung hafi nauðgað konum sem voru drukknar og gátu því ekki veitt mótspyrnu vegna ástands síns. Jung sagði fyrir dómi að hann sæi eftir gjörðum sínum og myndi hér eftir lifa í „eilífri eftirsjá“. Jung er bæði leikari og söngvari. Hann skaust upp á stjörnuhimininn í Suður-Kóreu með þátttöku sinni í hæfileikakeppninni Superstar K4 og hefur verið einn sá vinsælasti í bransanum síðan. Hann dró sig í hlé í mars síðastliðinn eftir að hafa viðurkennt brot sín sem hér um ræðir. Choi er fyrrverandi meðlimur hljómsveitarinnar F.T. Island, sem naut gríðarlegra vinsælda í Suður-Kóreu. Dómurinn sagði Choi ekki hafa sýnt merki um iðrun eftir að hafa „raðnauðgað drukknum þolendum“. Lögregla komst á snoðir um brot Jung og Choi við rannsókn á annarri k-poppstjörnu, Seungri, sem átti aðild að umræddu hópspjalli. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa selt auðmönnum aðgang að vændiskonum. Mál poppstjarnanna hefur vakið mikla athygli og hneykslan í Suður-Kóreu og þykir varpa ljósi á skuggahliðar hins gríðarvinsæla heim k-poppsins. Greint var frá því um síðustu helgi að suður-kóreska söng- og leikkonan Goo Ha-ra hefði fundist látin á heimili sínu eftir að hafa glímt við langvinn, andleg veikindi. Þá var skammt liðið frá því að vinkona hennar, suður-kóreska söngkonan Sulli, fannst látin.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Kynlífsskandall skekur kóreskan dæguriðnað Lögreglan í Suður-Kóreu hefur hafið rannsókn á meintum kynferðisbrotum tveggja kóreskra poppstjarna og aðild tveggja annarra að málinu. 14. mars 2019 12:43