Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.
24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA
— Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019
Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð.
Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.
Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke!
Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB
— SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019
Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli.
Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain.