Leggja til stórhækkun á leigu félagslegra íbúða í Kópavogi Björn Þorfinnsson skrifar 28. nóvember 2019 06:19 Starfshópur leggur til að leigugjald fyrir félagslegar íbúðir í Kópavogi hækki um 30 prósent. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi leggur til að húsaleiga félagslegra íbúða hækki um 30 prósent að jafnaði. Á móti komi stuðningur við ákveðna einstaklinga. Að sögn starfshópsins er félagslega húsnæðiskerfið í Kópavogi með öllu ósjálfbært. Leigutekjur standi ekki undir rekstrinum og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Bærinn greiði niður félagslegar íbúðir og að það feli í sér óbeinan styrk til þeirra sem komast inn í kerfið. Afleiðingin sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka Starfshópur um endurbætur á félagslegu leiguhúsnæði í Kópavogi var skipaður sjö starfsmönnum bæjarins og bæjarfulltrúum og tók til starfa í byrjun janúar 2019. Hópurinn skilaði af sér skýrslu í maí 2019. Starfsmaður hópsins var verkfræðingurinn Auðunn Freyr Ingvarsson í gegnum félag sitt Gnaris ehf. Auðunn Freyr starfaði sem framkvæmdastjóri Félagsbústaða um fimm ára skeið en í lok ársins 2018, nokkrum mánuðum áður en hann hóf störf fyrir starfshópinn, sagði hann starfi sínu lausu. Í fjölmiðlum var því haldið fram að ástæðan hefði verið 330 milljóna króna framúrkeyrsla við framkvæmdir Félagsbústaða í Írabakka. Samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins hlaut Auðunn Freyr um 4,1 milljónar króna þóknun fyrir ráðgjöf sína en hann var eini launaði starfsmaður hópsins. Í skýrslunni er núverandi staða félagslega húsnæðiskerfisins, HNK, greind og er hún sögð með öllu ósjálf bær. Leigutekjur standi ekki undir rekstri kerfisins og lánagreiðslum og það þrátt fyrir að kostnaður við reksturinn sé vantalinn. Þannig er ekki gert ráð fyrir neinum launakostnaði við HNK þrátt fyrir að nokkrir starfsmenn Kópavogsbæjar sinni verkefnum við rekstur félagsins. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt bráðabirgða rekstrarniðurstöðum fyrir árið 2018 hafi afkoma félagsins verið 49 milljónir króna. Það dugði ekki til þess að greiða niður af borganir af skuldum sem námu um 154 milljónum króna. Til að standa undir rekstrinum þurfi leigutekjur að aukast um 160 milljónir króna á ársgrundvelli. Í skýrslunni kemur fram að vandamálið sé að Kópavogsbær sé að greiða niður félagslegar íbúðir í bænum sem felur í sér óbeinan styrk til þeirra sem á annað borð komast inn í kerfið. Afleiðingin af því sé að mikill hvati sé til að halda sig innan kerfisins því stökkið út á almennan leigumarkað sé stórt. Með núverandi kerfi sé stuðningi beint víðar en hans sé þörf og því verði að hækka leiguna en styðja persónubundið þá sem þurfa á því að halda. Þannig verði fjárhagslegum stuðningi beint til þeirra sem mest þurfa á honum að halda. Þá leggur starfshópurinn einnig til að tekið sé upp nýtt kerfi þar sem leiguverð verði ákveðið með fastri leigu á hverja íbúð auk ákveðins gjalds fyrir hvern fermetra. Í dag sé leiguverðið metið út frá fasteignamati íbúða. Nái hið nýja leiguverð fram að ganga verður húsaleigan aðeins hærri en hjá Félagsbústöðum. Það skýrist af því að Félagsbústaðir hafi ekki enn hækkað leigu eins og nauðsyn sé til þess að félagið verði sjálfbært. Þá kemur enn fremur fram að margir ólíkir leigusamningar séu í gildi í félagslega kerfinu í Kópavogi og ósamræmi sé í verðlagningu á leigu milli íbúða. Ef tillögur starfshópsins ná fram að ganga verður öllum leigusamningum sagt upp og endursamið við leigutaka. Stefnt verður að því að leiguverð verði undir 25 prósentum af skattskyldum tekjum leigjenda.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira