Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 18:16 Andrés Ingi sagði sig úr VG í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira