Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 17:00 Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson segir að Samherjamálið hafi ekki haft úrslitaáhrif á ákvörðun hans að segja sig úr þingflokki Vinstri grænna og sitja á þingi sem þingmaður utan þingflokka. Andrés Ingi tilkynnti um ákvörðun sína um þrjúleytið í dag. Upp úr sauð á Alþingi í gær þar sem tekist var á um þörf héraðssaksóknara á frekara fjármagni til að sinna aukningu í málum á borði hans. Á meðal málanna er Samherjamálið svonefnda til viðbótar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfirgaf þingsal í fússi á mánudag eftir orðaskipti við þingmenn stjórnarandstöðunnar. Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í pontu á Alþingi í dag að panikk hefði gert vart við sig hjá ríkisstjórninni í vegna málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra virtist ekkert skilja í fullyrðingum Þorgerðar Katrínar þar sem hún sat með Liverpool-trefil í sæti sínu. Liverpool getur með sigri á Napólí í kvöld tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svöruðu þessum ummælum Þorgerðar Katrínar. Sigurður sagði við mikla kátínu í þingsal að gleymst hefði að láta hann vita af þessu panikki. Sagði Birgir ræðuna hennar „rugl“ og minnti á að hann væri seinþreyttur til slíkra orða í ræðustól. „Það hafði engin úrslitaáhrif þó að auðvitað þessi stemmning í kringum Samherjamálið rifjaði upp fyrir manni úr hvaða átt Sjálfstæðisflokkurinn er að koma,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Hann eigi eftir að ræða við skrifstofustjóra um praktískt framhald á störfum sínum á þingi. Hann ætli þó ekki að halla sér upp að ákveðnum flokkum. „Þetta er ekki flokkaflakk.“ Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir hafa farið að einhverju leyti saman hönd í hönd sem þingmenn VG sem gagnrýna samstarf flokkanna. Skrifuðu þau til að mynda hvorugt undir stjórnarsáttmálann á sínum tíma. „Ég lét hana vita áður en ég tilkynnti þetta. Þetta er ákvörðun sem ég tek út frá mínum persónulegu þolmörkum og get ekkert svarað fyrir hana,“ segir Andrés. Aðspurður hvort reikna megi með því að atkvæði Andrésar muni í auknum mæli falla með stjórnarandstöðunni segir Andrés: „Ég tek afstöðu til mála á málefnalegum grunni eins og ég hef gert til þessa.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira