Goðsögnin setti mynd af sér á Instagram-síðu sína þar sem hann sagðist ætla snúa aftur árið 2020 en hann hefur unnið alla 50 bardaga sína.
Samkvæmt heimildum TMZ Sports ætlar hann að berjast einu sinni við hnefaleikakappa og svo er hann einnig sagður vilja berjast við UFC kappa.
Floyd Mayweather 'targeting two bouts in 2020' after announcing his fighting return... with one against a pro-boxer and another with a UFC star https://t.co/xG5tRd5FOf
— MailOnline Sport (@MailSport) November 24, 2019
Bardagarnir eru sagðir fara fram í maí og september en fulltrúi UFC-stjörnunnar, Khabib Nurmagomedov, gaf það í skyn á dögunum að Khabib sé klár í að berjast við Floyd.
Mayweather hefur ekki barist síðan hann vann sigur á Conor McGregor í ágúst 2017 en það má með sanni segja að Conor og Khabib séu engir perlu vinir.