„Allir hjá Liverpool hafa bætt sig undir stjórn Klopps“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Liverpool varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Tottenham í Madríd í vor. vísir/getty Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við? Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við?
Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58
„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30