Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 15:00 Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, spjallaði við forystumenn Paris Saint-Germain á göngum Anfield eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í sumar. PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33
Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00
„Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23
„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15