Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Valur Páll Eiríksson skrifar 12. mars 2025 15:00 Van Dijk er heimilt að ræða við félög utan Englands um félagaskipti. Samningur hans við Liverpool rennur út 30. júní næst komandi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, spjallaði við forystumenn Paris Saint-Germain á göngum Anfield eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Samningur Hollendingsins við Liverpool rennur út í sumar. PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
PSG sló Liverpool út úr Meistaradeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Anfield í gær. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 í París, en PSG vann 1-0 í gær og Gianluigi Donnarumma var hetja liðsins er hann varði tvær spyrnur í vítakeppninnni. Eftir leik náðist myndband af Virgil van Dijk, fyrirliða Liverpool, ásamt Nasser al-Khelaïfi, forseta PSG, og Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá félaginu. Nasser Al-Khelaifi, forseti PSG, ræddi málin við van Dijk eftir leik, ásamt Luis Campos, yfirmanni knattspyrnumála hjá franska félaginu.Antonio Borga/Eurasia Sport Images/Getty Images Samningur van Dijk við Liverpool rennur út 30. júní næstkomandi og er félögum utan Englands heimilt að eiga við hann samningaviðræður. Samtalið kunni að renna stoðum undir það að PSG sé að eltast við hollenska landsliðsmanninn. Auk van Dijk eru samningar Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold að renna út í sumar. Mikið hefur verið rætt um framtíð þremenninganna en vera má að Liverpool missi alla þrjá frá sér frítt í sumar. Longue discussion entre Nasser al-Khelaïfi, Luis Campos et Virgil Van Dijk après la qualification du PSG contre Liverpool 👀@footmercato pic.twitter.com/yrsynXdCrJ— Josué Cassé (@CasseJosue) March 11, 2025 Van Dijk gæti orðið sjötti leikmaðurinn til að leika fyrir bæði PSG og Liverpool. Landi hans og fyrrum liðsfélagi Georginio Wijnaldum fór frá Liverpool til PSG þegar samningur hans í Bítlaborginni rann út sumarið 2021. Einnig hafa þeir Mohamed Sissoko, Nicolas Anelka, David N'Gog og Mamadou Sakho spilað fyrir bæði PSG og Liverpool.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33 Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00 „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23 „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Nágrannar stuðningsmanns enska liðsins Liverpool hér í Reykjavík höfðu áhyggjur af honum og hringdu í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eftir að óhljóð höfðu borist á milli íbúða. 12. mars 2025 11:33
Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Paris Saint-Germain, Bayern München, Inter og Barcelona tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 12. mars 2025 09:00
„Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Luis Enrique og lærisveinar hans í Paris Saint Germain eru komnir áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið Liverpool 4-1 í vítakeppni á Anfield í kvöld. 11. mars 2025 23:23
„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. 11. mars 2025 23:15