Felur stjórn RÚV að stofna dótturfélag fyrir áramót Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 20. nóvember 2019 18:57 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur falið stjórn RÚV að hrinda í framkvæmd stofnun dótturfélags fyrir aðra starfsemi RÚV en fjölmiðlun í almannaþágu. Stjórnin hefur til áramóta til þess að stofna dótturfélag eða félög utan um samkeppnisrekstur RÚV. Meðal niðurstaða í heildstæðri úttekt Ríkisendurskoðunar á RÚV var það að RÚV hafi brotið lög með því að hafa ekki stofnað dótturfélag um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almmannaþágu. Má þar nefna auglýsingasölu, kostun og útleigu á myndveri RÚV, svo dæmi séu tekin. Í úttektinni kemur einnig fram að miðað við samtöl starfsmanna Ríkisendurskoðunar við fulltrúa RÚV og Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafi stofnum dótturfélags eða félaga verið talin óþörf, aðskilnaður í bókhaldi væri nægjanlegur. Benti Ríkisendurskoðandi á móti að ekki væri valkvætt að fara að lögum, það væri skylda RÚV að fara eftir þeim og stofna dótturfélag eða félög utan um annan rekstur en fjölmiðlun í almannaþágu. Og það er það sem mun gerast ef marka má orð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var spurð að því hvernig hún myndi bregðast við úttektinni. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót,“ sagði Lilja. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, hefur falið stjórn RÚV að hrinda í framkvæmd stofnun dótturfélags fyrir aðra starfsemi RÚV en fjölmiðlun í almannaþágu. Stjórnin hefur til áramóta til þess að stofna dótturfélag eða félög utan um samkeppnisrekstur RÚV. Meðal niðurstaða í heildstæðri úttekt Ríkisendurskoðunar á RÚV var það að RÚV hafi brotið lög með því að hafa ekki stofnað dótturfélag um aðra starfsemi en fjölmiðlun í almmannaþágu. Má þar nefna auglýsingasölu, kostun og útleigu á myndveri RÚV, svo dæmi séu tekin. Í úttektinni kemur einnig fram að miðað við samtöl starfsmanna Ríkisendurskoðunar við fulltrúa RÚV og Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafi stofnum dótturfélags eða félaga verið talin óþörf, aðskilnaður í bókhaldi væri nægjanlegur. Benti Ríkisendurskoðandi á móti að ekki væri valkvætt að fara að lögum, það væri skylda RÚV að fara eftir þeim og stofna dótturfélag eða félög utan um annan rekstur en fjölmiðlun í almannaþágu. Og það er það sem mun gerast ef marka má orð Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var spurð að því hvernig hún myndi bregðast við úttektinni. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það eigi að setja dótturfélagið á laggirnar og hér kemur staðfesting á því. Ég fagna þessari niðurstöðu og ég hef þegar verið í sambandi við stjórn RÚV sem mun núna hrinda þessu í framkvæmd fyrir áramót,“ sagði Lilja.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51