Fær fjórar milljónir í viðbót frá Ísafjarðarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:59 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira