Þrjár konur búnar að sækja um og einn karl gerir ráð fyrir umsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2019 14:00 Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa þegar sótt um og Baldvin Þór Bergsson gerði ráð fyrir að hann myndi sækja um stöðu útvarpsstjóra. Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þrjár konur hafa staðfest við fréttastofu Bylgjunnar að hafa sent inn umsókn um stöðu útvarpsstjóra. Einn í viðbót sem svaraði í morgun gerir ráð fyrir að senda inn umsókn í dag en umsóknarfrestur rennur út á miðnætti. Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi og ekki síst vegna þess að hann starfi með frábæru fólki hjá öflugu og framsýnu fyrirtæki. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Meðal fleiri nafna sem eru títtnefnd í þessu samhengi er Svanhildur Hólm aðstoðarkona fjármálaráðherra. Hún neitaði að staðfesta við fréttastofu í morgun að hún væri búin að sækja um starfið. Nafna hennar Svanhildur Konráðsdóttir hefur einnig verið orðuð við stöðuna en svaraði ekki fyrirspurn í morgun. Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona svaraði ekki fyrirpurn þegar fréttastofa hafði samband í morgun. Þá vildi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir ekki gefa upp hvort hún ætli eða hefði sótt um stöðuna þegar fréttastofan hafði samband. Formaður stjórnar RÚV sendi fréttastofu svar við fyrirspurn í gær um hvort stjórnin hafi breytt afstöðu sinni um að gefa ekki upp nöfn umsækjenda um stöðuna í gær og fékk þau svör að ekkert hefði breyst í afstöðu stjórnarinnar. Stjórn RÚV hefur gefið út að ákvörðunin sé m.a. byggð á ráðleggingum fyrirtækisins Capacent. Í skriflegu svari frá Halldóri Þorkelssyni framkvæmdastjóra Capacent vegna málsins kemur fram að Capacent sé ekki og gefi sig ekki út fyrir að vera með lagalega ráðgjöf í tengslum við ráðningaþjónustuna. „Við erum þannig t.d ekki að veita ráðgjöf um upplýsinga- eða stjórnsýslulög. Við ráðleggjum alltaf okkar umbjóðendum að starfa innan þeirra heimilda sem þeim eru settar hverju sinni, hvort sem það er á grunni laga eða reglugerða,“ segir í svari Halldórs Þorkelssonar. Fram kemur að þegar Capacent komi að borðinu hverju sinni séu oftar en ekki ýmsir valmöguleikar reifaðir en það sé síðan umbjóðendans að taka ákvörðun. „Varðandi þetta tiltekna mál þá sögðum við einfaldlega við okkar umbjóðanda að við teldum að sennilega bærust fleiri umsóknir ef listinn yrði ekki gerður opinber,“ segir í svari Capacent.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira