Viðurkennir ekki ósigur í Namibíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2019 08:58 Panduleni Itula viðurkennir ekki ósigur. AP/Sonja Smith Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Panduleni Itula, forsetaframbjóðandi í Namibíu, hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningunum sem haldnar voru í síðasta mánuði. Hann segist vera réttkjörinn forseti Namibíu og að hann muni gefa ríkisstjórn landsins sex mánuði til að endurheimta fé sem tapast hefur vegna spillingar.Þessi ummæli lét Itula falla í gær á fjöldafundi stjórnarandstöðuflokka í Oshakati í Namibíu. Greint var frá því að Hage Geingob, sitjandi forseti Namibíu og frambjóðandi SWAPO-flokksins, hafi hlotið endurkjör með 56,3 prósent atkvæða. Itula, sem bauð sig fram sem óháður kom næstur, með 29,3 prósent atkvæða. Á fundinum í gær lýsti Itula hins vegar því yfir að það væri hann sem væri réttkjörinn forseti, ekki Geingob. „Ég segi ykkur það einu sinni enn að það var ég sem sigraði kosningarnar. Þið eruð sigurvegarnir og það getur enginn tekið það frá ykkur,“ sagði Itula. Greint var frá því fyrir helgi að Itula hyggðist kæra niðurstöðu kosninganna þar sem kjörstjórn kosninganna hafi ekki framkvæmt þær á gagnsæjan eða heiðarlegan hátt.Hage Geingob, forseti Namibíu.Vísir/APGefur ríkisstjórninin sex mánuði Á fundinum í gær sendi Itula skýr skilaboð til kjörstjórnarinnar og forsetans um að hann liti svo á að endanleg niðurstaða kosninganna lægi ekki fyrir. Þá sagði hann einnig að hann gæfi ríkisstjórninni sex mánuði til að endurheimta það fé sem tapast hefur vegna spillingar í landinu. Kosningarnar voru haldnar skugga Samherjamálsins. Embættismenn og aðrir háttsettir í Namibíu eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Á meðal þeirra sem sakaðir eru um mútuþægni eru SWAPO-liðarnir Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og Shacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sögðu báðir af sér í kjölfar Samherjamálsins og sitja nú í gæsluvarðhaldi. Þá harmaði hann það að „þúsundir sjómanna“ hefðu misst vinnuna og lífsviðurværi sitt á undanförnum mánuðum. „Við erum á slæmum stað. Það er búið að selja landið okkar burt. Þið hafið kannski ekki tekið eftir því en mikið af okkar ríkidæmi hefur verið selt burt,“ sagði Itula sem lofaði stuðningsmönnum sínum að réttlætið myndi ná fram að ganga og að nýr forseti myndi taka við völdum fyrir 25. desember.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45 Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26 Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Sjá meira
Sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi til 20. febrúar Namibísku sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið féllu frá kröfum sínum um að vera látnir laus gegn tryggingu. 2. desember 2019 13:45
Saxast á yfirburði SWAPO í skugga Samherjamálsins Namibíski stjórnmálaflokkurinn SWAPO, sem haldið hefur um stjórnartaumana í landinu síðan það öðlaðist sjálfstæði árið 1990, vann kosningarnar sem haldnar voru á miðvikudag í Namibíu. 1. desember 2019 08:26
Íhuga að kalla Jóhannes fyrir dóm í Namibíu Líkur eru á því að Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom Samherjaskjölunum svonefndu í hendur Wikileaks, verði kallaður fyrir dóm sem vitni í máli á hendur sex mönnum sem ákærðir hafa verið fyrir spillingu, fjársvik og mútuþægni. 4. desember 2019 13:44
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent