Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2019 07:00 Gular viðvaranir taka gildi á morgun í nær öllum landshlutum. Þá er vindaspáin annað kvöld nokkuð ófrýnileg, líkt og sést á myndinni. Skjáskot/veðurstofa íslands Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. Í nótt dregur svo til tíðinda þegar önnur lægð mætir þeirri fyrri. Gular viðvaranir fyrir morgundaginn voru nú í morgun uppfærðar í appelsínugular en búist er við ofsaveðri víða á landinu. Hægur vindur verður norðaustantil fram á kvöld en þá fer einnig að hvessa og snjóa þar. Þá hlýnar jafnframt nokkuð veðri í dag. Önnur kröpp lægð sunnan úr hafi kemur svo upp að Austfjörðum í nótt og með henni kemur óveðrið. „Lægðinar tvær valda síðan í sameiningu ört vaxandi norðanátt á landinu. Kominn verður stormur eða rok og farið að snjóa norðantil í fyrramálið, en mun hægari vindar og bjartviðri syðra. Eftir hádegi herðir enn á norðanáttinni og bætir talsvert í snjókomu nyrðra, en hvessir einnig fyrir sunnan. Vindstyrkur getur náð ofsaveðri við norðvesturströndina á morgun og jafnvel víðar, t.d. er spáð roki í efri byggðum Reykjavíkur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Appelsínugular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum nema Suðaustur- og Austurlandi á morgun. Víða er spáð ofsaveðri og gæti vindur farið upp í 30 metra á sekúndu. Fylgjast má með stöðu viðvarana hér.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Veðurfræðingur kemur sérstaklega á framfæri viðvörunum til íbúa á svæðum þar sem veður verður verst. „Óveðrið mun valda samgöngutruflunum á Norður- og Vesturlandi og valda röskun á öllum flugferðum innan- sem utanlands. Vart þarf að taka fram að ferðalög á umræddum svæðum eru ekki æskileg og fólk er hvatt til að ganga tryggilega frá híbýlum sínum og lausamunum. Byggingaverktakar ættu að koma byggingaefni og vélum í skjól og sama gildir um vörur og vélar á athafnasvæðum og höfnum. Íbúar norðan- og vestanlands ættu einnig að búa sig undir hugsanlegar rafmagnstruflanir, sem gætu haldist þar til veðrinu slotar.“ Gert er ráð fyrir að norðanhvellurinn byrji að ganga niður aðfaranótt miðvikudags, fyrst vestantil. Áfram herjar þó hríðarbylur á Norðaustur- og Austurland fram á kvöldið.Fréttin var uppfærð klukkan 09:07.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Eitt versta veðrið framundan í vikunni Búast má við stormi og ofsafengnu veðri víða á þriðjudag og miðvikudag. Gul veðurviðvörun verður í gildi þessa daga á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. 8. desember 2019 20:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels