Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 12:45 Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. vísir/vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. Fréttastofa óskaði eftir lista umsækjenda um stöðuna til Ríkisútvarpsins en þeirri beiðni var hafnað af stjórn RÚV sem bar fyrir sig að ákvörðunin hefði verið tekin að vandlega athuguðu máli. Ráðgjafar í ráðningamálum hefðu mælt með því. Hagsmunir almennings væru hafðir í huga. Staðan var auglýst þann 15. nóvember og rann umsóknarfrestur út þann 2. desember. Þann dag var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 9. desember. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál synjaði svo beiðni fréttastofu um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starfið á miðvikudaginn í síðustu viku. Í svari til fréttastofu um málið í morgun sagði Kári Jónasson formaður stjórnar RÚV að stjórnin hefði ekkert breytt sinni afstöðu varðandi birtingu lista yfir umsækjendur. Málin skýrist væntanlega síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til segir stjórnin ekkert. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þrátt fyrir synjun úrskurðarnefndarinnar eigi stjórn RÚV að birta listann. „RÚV er í þeirri stöðu að kalla mjög oft eftir upplýsingum frá stofnunum og aðilum á grundvelli gagnsæis og kröfunnar um upplýsingarétt almennings og þess háttar og af þeim sökum hefði ég talið að stjórn RÚV hefði átt birta þennan lista eins og hefur verið gert áður þegar staða útvarpsstjóra hefur verið laus til umsóknar,“ segir Birgir. Hann telur að þessi sjónarmið vegi þyngra en skýringar stjórnar RÚV á ákvörðun sinni. „Ég held að við vegum þessi sjónarmið saman annars vegar spurningarinnar um gagnsæi í þessu sambandi vegna sérstaks eðlis og hlutverks RÚV og hins vegar sjónarmið stjórnarinnarinnar hefði í mínum huga verið eðlilegra að hafa þetta opið,“ segir Birgir. Fleiri í Sjálfstæðisflokknum hafa tekið undir þessi sjónarmið en Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi útvarpsstjóri, fór hörðum orðum um stjórn RÚV vegna málsins í ræðu sinni á Alþingi í síðustu viku og sagðist ekki treysta henni. Þá velti hann fyrir sér hvort stjórnin ætti að víkja vegna málsins.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Sjá meira