Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 11:02 Líklegast þykir að Sanna Marin eða Antti Lindtman verði næsti forsætisráðherra Finnlands. Getty/EPA Miðstjórn finnskra Jafnaðarmanna mun ákveða síðar í dag hver verður forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verða ráðherra í nýrri stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta honum lengur til að leiða stjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn vinna nú að myndun nýrrar stjórnar, væntanlega þá undir forystu þess forsætisráðherraefnis sem miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur sér saman um í kvöld. Stendur valið milli hinnar 33 ára Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti ráðherra samgöngu- og fjarskiptamála í stjórn Rinne, og þingflokksformannsins Antti Lindtman sem er 37 ára. Segja fréttaskýrendur að mjótt kunni að verða á munum. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur saman klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Verður fyrst farið yfir þá pólitísku stöðu sem upp er komin. Munu svo Marin og Lindtman halda sínar framboðsræður og verða svo atkvæði greidd. Er búist við að fundurinn kunni að standa langt fram á kvöld. Rinne leiðir stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir hönd Jafnaðarmanna, en viðræðurnar héldu áfram í morgun og standa yfir í dag. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Miðstjórn finnskra Jafnaðarmanna mun ákveða síðar í dag hver verður forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verða ráðherra í nýrri stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta honum lengur til að leiða stjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn vinna nú að myndun nýrrar stjórnar, væntanlega þá undir forystu þess forsætisráðherraefnis sem miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur sér saman um í kvöld. Stendur valið milli hinnar 33 ára Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti ráðherra samgöngu- og fjarskiptamála í stjórn Rinne, og þingflokksformannsins Antti Lindtman sem er 37 ára. Segja fréttaskýrendur að mjótt kunni að verða á munum. Miðstjórn Jafnaðarmannaflokksins kemur saman klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Verður fyrst farið yfir þá pólitísku stöðu sem upp er komin. Munu svo Marin og Lindtman halda sínar framboðsræður og verða svo atkvæði greidd. Er búist við að fundurinn kunni að standa langt fram á kvöld. Rinne leiðir stjórnarmyndunarviðræðurnar fyrir hönd Jafnaðarmanna, en viðræðurnar héldu áfram í morgun og standa yfir í dag. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48