Lífið

Friends leikari látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Leibman ásamt eiginkonu sinni Jessicu Walter
Leibman ásamt eiginkonu sinni Jessicu Walter Getty/Lars Niki
Bandaríski leikarinn Ron Leibman er látinn 82 ára að aldri. Leibman, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Dr. Leonard Green, faðir Rachel Green,í vinsælu gamanþáttunum Friends, starfaði sem leikari frá árinu 1956 og lék í fjölda kvikmynda, þáttaraða og leikrita. BBC greinir frá.

Leibman fæddist 11. október 1937 og birtist fyrst á skjánum í hlutverki Johnny í þáttunum The Edge of Night árið 1956. Fyrsta myndin sem Leibman lék í var myndin Where‘s Poppa árið 1970.

Þrátt fyrir að Leibman hafi notið vinsælda í Friends og hafi hlotið Emmy verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttunum Kaz auk Tony verðlauna árið 1993, hlaut hann einnig verðlaun fyrir versta leikarann fyrir hlutverk sitt sem Esteban í  ZorroThe Gay Blade sem kom út árið 1981.

Síðasta hlutverk Leibman var í þáttunum Archer þar sem hann ljáði Ron Cadillac rödd sína í níu þáttum. Banamein Leibmans var lungnabólga. Leibman skilur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jessicu Walter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.