Áhrifavaldur safnaði milljón á sólarhring Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 16:10 Helgi Ómarsson að gera góða hluti. mynd/UNICEF „Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld. Hjálparstarf Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld.
Hjálparstarf Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira