Hátíðarkalkúnabringa með öllu tilheyrandi að hætti Jóhanns dansdómara Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 12:59 Jóhann Gunnar er mikill og góður matreiðslumaður. Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram. Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Dansdómarinn og sælkerinn Jóhann Gunnar Arnarsson sýndi Evu Laufey Kjaran í Íslandi í dag í skothelda aðferð við að elda kalkúnabringu með öllu tilheyrandi. Trönuberjasósa, sætar kartöflur bakaðar í ofni með kornflex krönsi og ómótsæðileg rjómalöguð kalkúnafylling. Fullkomið um hátíðarnar en hér að neðan má sjá uppskriftina og hvernig þetta er gert frá a-ö. Einnig má sjá innslagið í heild sinni. Kalkúnabringa að hætti Jóa Pækill, magnið í uppskriftinni miðast við heilan kalkún og ráðlagt að nota helminginn ef þið eruð með kalkúnabringu. 6 L vatn 1 pk Maldon salt (250 g ) 3 msk svört piparkorn 1 búnt rósmarín 1 búnt steinselja 6 lárviðarlauf 1 pk sellerí 1 búnt tímían 1 kanilstöng 6 neglunaglar 2 msk einiber 6 anísstjörnur 2 msk ljós sinnepsfræ 150 g flórsykur 2 laukar (skornir í fjóra bita) 1 góð engiferrót skorin í teninga 2 appelsínur (skornar í fjóra bita) 4 msk hlynsíróp 4 msk fljótandi hunangAðferð: Setjið vatn í ílát sem á að nota. Því næst fer allt hárefnið í uppskriftinni í ílátið og mikilvægt að kreista safann úr appelsínunni. Hrærið því næst vel í leginum og reynið að leysa upp saltið, sykurinn, sírópið og hunangið. Setjið kalkúninn eða kalkúnabringur ofan í löginn og bætið við meira af vatnið ef það hylur ekki alveg fuglinn. Geymið á köldum stað í 2-3 daga. Gott er að þerra fuglinn áður með viskastykkið áður en hann er eldaður. Notið ziplock pökkunaraðferð, en hún gengur þannig fyrir sig að hráefnið er lagt í poka og pokanum er síðan dýft rólega ofan í vatn þannig að opið snúi upp. Það má ekkert vatn fara í pokann. Þrýstið létt á pokann en með þessari aðferð þá þrýstist loftið út og pokinn lofttæmist. Lokið pokanum og setjið í stórt fat með sous vide græjunni og átið liggja í 64 gráðu heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir.Gljáinn 75 g smjör 3 msk hlynsírópAðferð: Bræðið smjör á pönnu og steikið kalkúnabringuna svolítið þannig að hún brúnist á öllum hliðum, setjið hlynsírópið út á pönnuna og baðið kalkúnabringuna upp úr smjörsírópsblöndunni. Leyfið kalkúnabringunni að hvíla í lágmark tíu mínútur áður en þið berið hana fram.Kalkúnafylling 2 pk heslihnetur 2 pk pekanhnetur 1 pk kasjúhnetur 1 pk valhnetur ½ poki sveskjur ½ poki þurrkuð epli ½ poki þurrkaðar aprikósur 500 ml rjómiAðferð: Setjið hneturnar í matvinnsluvél og maukið fremur fínt, því næst blandið þið saman öllum hráefnum og setjið í eldfast mót. Hellið rjómanum út á og bakið í ofni við 180°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með kornflexmulningi 4 stórar sætar kartöflur (bakaðar í ofni í 50 - 60 mínútur, þar til mjúkar í gegn) 1 bolli púðursykur 1 ½ tsk lyftiduft ¼ tsk salt 3 egg 1 ½ tsk vanilludropar ½ bolli smjörKornflex mulningur 3 msk smjör ¼ bolli púðursykur 1 ½ bolli kornflexAðferð: Blandið öllum hráefnum saman í hrærivél og hellið í eldfast mót. Bakið við 180°C í 20 mínútur og þá er það tekið út og kornflex mulningur settur ofan á. Blandið smjöri, púðursykri og kornflexi saman og myljið vel. Sáldrið yfir kartöflugratínið og setjið aftur inn í ofn í 20 mínútur. Berið strax fram.
Jól Jólamatur Kalkúnn Uppskriftir Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira