Miðflokkurinn sagði sig úr nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:00 Bergþór Ólason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“ Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar telur ekki tímabært að stofna miðhálendisþjóðgarð á Íslandi. Meðal annars þess vegna hafi hann sagt sig úr þverpólitískri nefnd um stofnun hálendisþjóðgarðs. Ráðherra kveðst ósammála fullyrðingum um sýndarsamráð. Þverpólitísk nefnd skilaði umhverfisráðherra í gær skýrslu um tillögur að því hvernig standa mætti að stofnun miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi. Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp þess efnis á vorþingi en nefndin skilaði ráðherra skýrslu sinni í gær.Sjá einnig: Nýr Hálendisþjóðgarður verði á landsvæði í sameign þjóðarinnar Allir flokkar á Alþingi áttu fulltrúa í nefndinni en fulltrúi Miðflokksins sagði sig frá störfum nefndarinnar. „Það er svona ýmislegt sem að sporin hræða hvað það varða að það sé meira sýndarsamráð heldur en annað í þessum efnum,“ segir Bergþór. Hann hyggist þó ekki standa í vegi fyrir framgangi málsins í nefndinni. „Það er alveg ljóst að framkvæmdavaldið er ákveðið í að klára þetta verkefni og þá taldi ég ekki forsendur fyrir veru minni í nefndinni eftir það. Því að Miðflokkurinn hefur miklar efasemdir um að skynsamlegt sé að halda þessari vinnu áfram á þessum nótum,“ segir Bergþór. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. „Ég vil alls ekki segja að það hafi verið sýndarsamráð. Nefndin átti fjölmarga fundi úti um allt land, bæði opna fundi með almenningi og líka með sveitarstjórnum og ýmsum hópum sem að koma með einum eða öðrum hætti að hálendinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Þannig að þetta var unnið í víðu samráði þar og líka innan nefndarinnar vegna þess að þar voru fulltrúar allra þingflokka og fulltrúar sveitarstjórnarstigsins.“
Miðflokkurinn Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu Miðhálendisþjóðgarður á Íslandi gæti orðið sá stærsti í Evrópu nái fyrirliggjandi tillögur fram að ganga. Umhverfisráðherra lítur svo á að stofnun miðhálendisþjóðgarðs gæti orðið stærsta framlag fyrr og síðar til náttúruverndar á Íslandi. 4. desember 2019 12:48