Stofnendur Google stíga til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 22:48 Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008. AP/Paul Sakuma Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess. Google Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess.
Google Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira