Eyjamenn heiðruðu minningu Kolbeins um helgina | Myndband Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Stór mynd af Kolbeini Aroni Ingibjargarsyni var afhjúpuð í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum um helgina. Kolbeinn, sem lést á aðfangadag í fyrra, hefði orðið þrítugur 30. nóvember síðastliðinn. Vinir Kolla og ÍBV tóku daginn snemma og buðu svo Eyjamönnum að mæta í íþróttamiðstöðina þar sem mynd honum til heiðurs var afhjúpuð. Kolbeinn spilaði nánast allan sinn fyrir ÍBV en hann lék tæplega 300 leiki fyrir félagið. „Þetta er sérstök stund fyrir okkur. Þetta er minning um það sem hann stóð fyrir og hans gildi sem voru falleg og höfðu alltaf góð áhrif á alla sem í kringum hann voru,“ sagði Arnar Pétursson, fyrrum þjálfari ÍBV. Hundrað hvítum blöðrum var sleppt fyrir utan íþróttahúsið en eftir það var gestum og gangandi boðið inní klefa meistaraflokks karla að skoða Kollahornið. „Hann sat alltaf í þessu horni, þetta er reyndar óvenju fínt núna, þetta var ekki svona fínt þegar hann sat hérna. Þetta er heilagt horn í dag,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, leikmaður ÍBV um Kollahornið. Ölstofan Brothers Brewery bruggaði bjór Kolla til heiðurs sem fékk nafnið „They call me mr Kolli.“ „Það er mikill karakter í þessum, léttur ljúfur og kátur eins og Kolli var,“ sagði Jóhann Guðmundsson, bruggmeistari og eigandi The Brothers brewery, um bjórinn sem er New England IPA. Áður en vinir og vandamenn héldu til veislu sem stóð fram á kvöld voru tendruð kerti á Heimakletti sem mynduðu táknið #1 sem Eyjamenn nota í minningu Kolbeins. Myndband frá laugardeginum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira