Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. desember 2019 19:00 Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd. Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. Takmarkaða vináttu hefur mátt greina til þessa þótt bandalagið fagni nú sjötíu ára afmæli sínu. Að undanförnu hefur Tyrkjum ítrekað lent saman við önnur bandalagsríki. Fyrst út af vopnakaupum frá Rússlandi og síðan vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Nú hóta Tyrkir því að beita neitunarvaldi gegn tillögu um styrkingu varna á Eystrasalti. Það er að segja ef bandalagið samþykkir ekki að skilgreina hersveitir Kúrda í Sýrlandi sem hryðjuverkasamtök. „Við getum hist og rætt þessi mál [styrkingu varna] en ef vinir okkar viðurkenna ekki að þau samtök sem við skilgreinum sem hryðjuverkasamtök séu það í raun þá ættu þau að fyrirgefa það ef við stöndum í vegi fyrir þessu máli,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur svo verið í sviðsljósinu á þessum fyrri degi leiðtogafundarins. Hann tjáði sig um mánaðargömul ummæli Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem sagði bandalagið þjást af heilabilun. „Ég heyrði að Macron hefði sagt NATO heiladautt. Mér finnst það afar móðgandi fyrir fjöda fólks, til að mynda manninn sem stendur sig afbragðsvel sem framkvæmdastjóri NATO,“ sagði forsetinn. Aðaldagurinn er hins vegar á morgun en þá munu leiðtogar allra bandalagsríkjanna setjast niður saman og ræða um fjárframlög til bandalagsins og samskiptin við Rússland svo fátt eitt sé nefnt. Utanríkis- og forsætisráðherra sækja fundinn fyrir Íslands hönd.
Donald Trump NATO Utanríkismál Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira