Borgarfulltrúum svelgist á veitingunum frá Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2019 09:17 Borgarfulltrúum ofbýður kostnaðurinn vegna þeirra veitinga sem í boði eru í ráðhúsinu. Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Borgarfulltrúum mörgum er greinilega brugðið vegna upplýsinga um kostnað vegna funda þeirra. Þeir höfðu ekki áttað sig á hinum mikla kostnaði en svo virðist sem þeir lifi í vellystingum og graðki í sig rándýru fíneríinu á kostnað borgarbúa samkvæmt nýlegum fréttum. Þannig kom fram að 360 þúsund krónur fer í hvern fund í að fóðra borgarfulltrúana. Pawel Bartoszek Viðreisn segist hafa óskað eftir upplýsingum um þennan kostnað vegna borgarstjórnarfundanna. „Mér finnst gott að borgarbúar og borgarfulltrúar séu meðvitaðir um að hver borgarstjórnarfundur kosti hátt í milljón. Kostnaðurinn eykst eftir því sem fundirnir lengjast og dragast meira inn í nóttina. Og hafa gjarnan verið upp undir tíu tímar á kjörtímabilinu,“ segir Pawel á Facebooksíðu sinni nú í morgun. Hann grunar reyndar að heildartalan sé hærri, því til dæmis vanti enn að taka með í reikninginn kostnað vegna innkomu varamanna sem eykst líka að jafnaði eftir því sem fundirnir lengjast.Meirihlutinn þverskallast við Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins velkist ekki í vafa um hverjum er um að kenna. Hún tjáir sig einnig á Facebook og vill greinilega ekki að þessi veislugleði sé kennd við sig. „Meirihlutinn þverskallast við að byrja borgarstjórnarfundi kl. 9 eða 10 á daginn - margítrekaðar óskir og tillögur hafa komið fram frá okkur í minnihlutanum í þá veru Svarið er alltaf NEI - en málið snýst um gríðarlegan sparnað fyrir borgarbúa,“ segir Vigdís sem bókar að hrikalegar tölur birtist borgarfulltrúum: „Veitingar séu 40 prósent af heildarupphæðinni og þarna séu því mikil tækifæri til sparnaðar. „Sú tillaga hefur margoft komið fram og er ótrúlega einföld. Byrja fundi fyrr.“ Byrja fyrr Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokki tjáir sig einnig um málið á sinni Facebooksíðu. Hún segir borgarfulltrúa vel hafa efni á að borga matinn ofan í sig sjálfir: „Byrja fyrr, ljúka fundi fyrr, þá minnka líkur á því að við borðum kvöldmat á staðnum en fundir borgarstjórnar byrja klukkan 14:00 (í undantekningartilfellum byrja þeir fyrr, t.d. þegar við erum að afgreiða eitthvað stórt sem þarf tvær umræður í borgarstjórn) og við fundum langt fram eftir. Svo finnst mér að það mætti rukka okkur borgarfulltrúa fyrir matinn, við höfum efni á því. Afhverju erum við ekki frekar að bjóða einhverjum á lágum launum sem sinnir mikilvægu starfi í borginni, í mat?“ Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bendir einnig á fjölda borgarfulltrúa og flokka í borgarstjórn í færslu á Twitter. Það að hafa átta flokka lengir fundi borgarstjórnar enn meira: „Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða,“ segir Katrín.Fundirnir byrja of seint, borgarfulltrúar eru 23 sem er ógeðslega mikið og flokkarnir eru 8 sem lengir fundi enn meira. Það er enginn þröskuldur fyrir flokk að ná manni inn í borgarstjórn en nú eru tveir flokkar með mann inni sem fengu undir 5% atkvæða. https://t.co/FvoWrLlgoy — Katrín Atladóttir (@katrinat) December 3, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30