Cristiano Ronaldo var í þriðja sætinu en Messi hefur unnið einum knetti meira en Ronaldo. Samherjar Van Dijk hjá Liverpool, Sadio Mane og Mohamed Salah, voru í fjórða og fimmta sætinu.
„Þetta var ótrúlegt ár en það eru leikmenn sem eru ómannlegir,“ sagði Hollendingurinn um samkeppnina við Messi og Ronaldo. „Þú verður að bera virðingu fyrir því líka.“
van Dijk brands Ballon d'Or rivals Messi and Ronaldo 'unnatural'https://t.co/EJOqCcTv8apic.twitter.com/7kNLN8Swq4
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 3, 2019
„Ég er mjög stoltur af því sem ég afrekaði með Liverpool og Hollandi á síðasta ári og vonandi getum við gert það sama á þessu ári. Það verður erfitt í kringum þessa menn,“ sagði Van Dijk en salurinn var fullur af helstu knattspyrnumönnum heims.
Messi og Ronaldo hafa unnið ellefu af síðustu tólf Gullknöttum en sá eini sem hefur komist að síðan 2007 er Luka Modric en hann var hlutskarpastur í fyrra.