Segja Rússa hafa neitað að handtaka aðskilnaðarsinna vegna MH17 Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2019 22:11 MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn. Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi urðu ekki við beiðni hollenskra saksóknara um að úkraínskur maður sem er grunaður um aðild að því að flugvél Malaysia Airlines, MH17, var skotin niður yfir Úkraínu, yrði handtekinn og framseldur til Hollands. Hollendingar segja neitunina brot á Evrópulögum. Maðurinn sem saksóknararnir vilja koma höndum yfir heitir Volodymyr Tsemakh. Hann er einn af fjórum aðilum sem Hollendingar vilja koma höndum yfir. Hinir þrír eru rússneskir. Tsemakh var einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna en hann var handsamaður af hermönnum Úkraínu. Hann var svo sendur til Rússlands í september í fangaskiptum við Rússa.MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí 2014. Verið var að fljúga flugvélinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún var skotin niður yfir yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Alls 283 farþegar og fimmtán í áhöfn dóu en tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Hollenskir saksóknara hafa því stýrt rannsókn vegna atviksins. Meðlimir nefndarinnar fluttu brak flugvélarinnar til Hollands þar sem það var sett saman á nýjan leik og komust þeir að þeirri niðurstöðu að hún hefði verið skotin niður með BUK-eldflaugakerfi, sem framleitt er af Rússum. Þeir sögðu kerfið hafa verið flutt til Úkraínu skömmu áður en flugvélin var skotin niður, frá herstöð í Rússlandi.Sjá einnig: Segja aðskilnaðarsinna hafa tekið við skipunum frá RússumÍ yfirlýsingu frá rannsóknarnefndinni, sem Reuters segir frá, segir að Tsemakh hafi verið í Rússlandi og yfirvöld þar hafi neitað að handtaka hann að beiðni Hollendinga og leyft honum að fara frá Rússlandi, þrátt fyrir að Rússum hafi verið skylt að gera það vegna Evrópulaga. Yfirvöld Rússlands framselja aldrei eigin ríkisborgara, samkvæmt frétt Reuters, en þar sem Tsemakh er úkraínskur hefði það ekki átt að stöðva Rússa. Hollendingar fengu tilkynningu frá Rússum þann 19. nóvember þar sem fram kom að ekki hefði verið mögulegt að handtaka Tsemakh, þar sem yfirvöld viti ekki hvar hann sé niðurkominn.
Holland MH17 Rússland Úkraína Tengdar fréttir MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22 Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00 MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
MH17: Segja flugskeytið hafa tilheyrt rússneska hernum Flugskeytið sem grandaði malasísku flugvélinni sem var skotin niður yfir Úkraínu sumarið 2014 tilheyrði rússneska hernum. 24. maí 2018 10:22
Nafngreina fjóra ákærða í MH17-máli Fjórir hafa verið ákærðir fyrir að hafa borið ábyrgð á að MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað í Úkraínu árið 2014. 19. júní 2019 11:23
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30
MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Rannsakendur eru sannfærðir um að MH17 hafi verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum í Úkraínu með rússnesku flugskeyti. 28. september 2016 12:00
MH17: Segja Rússa ábyrga fyrir því að flugvélin var skotin niður Allir þeir sem voru um borð í flugi MH17, eða alls 298 manns, fórust þegar vélinni var grandað. Hún var á leiðinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur. 25. maí 2018 08:53