Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 16:30 Mohamed Salah var valinn maður leiksins en hér fagnar hann öðru markinu með liðsfélögum sínum í Liverpool. Getty/Marcio Machado Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira