Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 17:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15