Pawel varpaði fram diffurjöfnu áður en tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 22:42 Pawel og diffurjafnan á borgarstjórnarfundi í dag. Vísir Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áskorun til Alþingis um endurskoðun fjölda borgarfulltrúa var felld á fundi borgarstjórnar í kvöld. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og borgarfulltrúi Viðreisnar, notaði diffurjöfnu í pontu, máli sínu til stuðnings, en hann hvatti borgarfulltrúa til að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að lagaákvæði um fjölda aðalmanna í sveitarstjórnum yrði endurskoðað í því skyni að borgarstjórn hefði sjálfdæmi um fjölda borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum var fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá í fyrra. Pawel benti á í ræðu sinni í borgarstjórn í dag að borgarfulltrúar hefðu orðið fimmtán árið 1908 og það væri talan sem Sjálfstæðismenn horfðu nú aftur til. Árið 2014, þegar borgarfulltrúar voru enn fimmtán, hefði íbúafjöldi Reykjavíkur ellefufaldast frá því sem var 1908. Pawel sagði jafnframt að eðlilegt teldist að fjöldi kjörinna fulltrúa yxi með fjölda íbúa. Þá væri vöxturinn ekki línulegur. „Og út af því að ég er stærðfræðingur og hef alltaf langað að henda diffurjöfnu inn í umræðu í borgarstjórn þá nýti ég tækifærið,“ bætti Pawel við og varpaði diffurjöfnu upp á skjá í ráðhúsinu. Samkvæmt útreikningum Pawels ættu fulltrúar í sveitarstjórn að vera um það bil þriðjarót af íbúatölu. Máli sínu til stuðnings benti hann jafnframt á nokkrar borgir á Norðurlöndunum sem eru á stærð við Reykjavík, sem allar státa af töluvert fleiri kjörnum fulltrúum en hér hafa sæti. „Samanburður við önnur lönd bendir til þess að við erum alls ekki neitt sérstaklega útblásin þegar kemur að fjölda kjörinna fulltrúa,“ sagði Pawel. Þá kvaðst hann mótfallinn því að borgarfulltrúar réðu fjöldanum innan sinna raða sjálfir. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eins og áður segir var tillaga Sjálfstæðisflokksins felld á fundi borgarstjórnar í dag. Í fréttatilkynningu sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi frá sér eftir fundinn er haft eftir Eyþóri Arnalds oddvita borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að fjölgun borgarfulltrúa hafi ekki skilað því sem ætlað var. „Skilvirkni í borgarkerfinu hefur ekki aukist og ánægja með borgarkerfið er í sögulegu lágmarki, hvort sem horft er til þjónustumælinga Gallup eða traust til borgarstjórnar sem mælist lægra en traust til Alþingis.“ Þá hafi útgjöld borgarinnar vegna fjölgunar borgarfulltrúa verið talsvert hærri en áður var.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04 Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Samþykkt að fjölga borgarfulltrúum í 23 Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að fjöldi borgarfulltrúa frá og með næsta kjörtímabili yrði 23. 19. september 2017 18:04
Skiptar skoðanir á því hvort fjölga eigi borgarfulltrúum Borgarfulltrúar eru ekki á einu máli um hvort rétt sé að fjölga sætum í ráðhúsi Reykjavíkur fyrir slíka. 28. apríl 2017 07:00