Drew Brees vann kapphlaupið við Brady og bætti eftirsótt met Manning í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 16:30 Þetta var einstaklega gott kvöld fyrir Drew Brees Getty/Jonathan Bachman Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill. NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira
Drew Brees varð í nótt sá leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar á ferlinum. Þetta er eftirsóttasta met NFL-deildarinnar og því mikil tímamót fyrir hinn fertuga Drew Brees. Drew Brees bætti met Peyton Manning um leið og hann leiddi New Orleans Saints til 34-7 sigurs á Indianapolis Colts í Mánudagsleik NFL-deildarinnar. Drew Brees fór reyndar fram úr tveimur lifandi goðsögnum í þessum leik. 540 Drew Brees has done it: the most TD passes in @NFL history!#Saints#MNFpic.twitter.com/7FAakkRGCm— New Orleans Saints (@Saints) December 17, 2019 Hann byrjaði á því að jafna og komast fram úr Tom Brady sem var líka á höttunum eftir meti Peyton Manning. Peyton Manning gaf á sínum tíma 539 snertimarkssendingar og Tom Brady var kominn upp í 538 eftir leik sinn um helgina. Brees byrjaði kvöldið í 537 snertimarkssendingum. Drew Brees átti nánast fullkominn dag því 29 af 30 sendingum hans heppnuðust og leikmenn Saints skoruðu fjögur snertimörk eftir sendingar hans. Brees er þar með kominn með 541 snertimarkssendingu á ferlinum. Tom Brady er eflaust ekki búinn að syngja sitt síðasta en hann er nú þremur snertimarkssendingum á eftir Drew Brees. Drew Brees is the NFL's new TD pass king pic.twitter.com/WciMPHYo1Z— ESPN (@espn) December 17, 2019 Met Manning féll í þriðja leikhlutanum þegar Drew Brees vann innherjan Josh Hill. Brees átti einnig snertimarkssendingar á útherjana Michael Thomas og Tre'Quan Smith og hinn fjölhæfa Taysom Hill.
NFL Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjá meira