Reiði í Norður-Noregi vegna ákvörðunar ríkisolíufélagsins Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2019 22:45 Svona átti olíumiðstöðin á Veidnesi að líta út. Ríkisolíufélagið Equinor hefur núna hætt við uppbygginguna. Grafík/Equinor, Multiconsult. Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs í Finnmörk, nyrsta fylki Noregs, hafa brugðist ókvæða við, sakað olíufélagið um svik og blekkingar og krafist þess að Stórþingið og ríkisstjórnin grípi í taumana sem aðaleigandi Equinor. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kristina Hansen frá Færeyjum, þáverandi bæjarstjóri Nordkapp, fagnaði með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt árið 2013.Mynd/Statoil. Veidnes liggur utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs. Olíumiðstöð þar var ætlað að taka við olíu frá nýjum vinnslusvæðum í Barentshafi um neðansjávarlögn. Það var árið 2013 sem ráðamenn Statoil völdu Veidnes við mikinn fögnuð heimamanna, sem sáu fram á mikla uppbyggingu og fjölgun hálaunastarfa í því fylki Noregs sem búið hefur við mesta fólksfækkun á undanförnum árum. Síðastliðinn föstudag tilkynntu Equinor og samstarfsfélög þess hins vegar að hætt hefði verið við olíumiðstöðina vegna of mikils kostnaðar. Þess í stað yrði olían flutt með skipum beint á markað frá Johan Castberg-vinnslusvæðinu í Barentshafi. Frá Hammerfest. Fjær sést í gasvinnslustöðina á Melkøya, sem tók til starfa fyrir tólf árum. Áætlað er að vegna hennar hafi íbúum bæjarins fjölgað um 500 manns.Mynd/Skjáskot. Þegar Statoil lýsti því fyrst yfir fyrir fimm árum að það hyggðist skoða aðra lausn en olíumiðstöð í landi sögðu ráðamenn í Norður-Noregi að þá mætti allt eins láta olíuna kyrrt liggja í Barentshafi. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Hreinlega allir í Finnmörk, stjórnmálamenn, atvinnulífið, allt samfélagið, hafði væntingar um uppbyggingu. Okkur líður eins og við höfum verið svikin. Við höfum verið blekkt,“ segir Jan Olsen, oddviti Nordkapp, í viðtali við NRK. Sex ár eru frá því Statoil, nú Equinor, tilkynnti um staðarval á Veidnes undir oliumiðstöð Barentshafs. Síðastliðinn föstudag voru áformin blásin af.Teikning/Equinor, Multiconsult. Aðrir forystumenn í Norður-Noregi taka í sama streng. Frode Alfheim, fulltrúi samtaka orkuiðnaðarins, rifjar upp að þegar norska Stórþingið samþykkti olíuvinnslu á Johan Castberg-svæðinu hafi helstu rökin einmitt verið jákvæð áhrif á samfélögin. Stórþingið hafi undirstrikað mikilvægi þess að olíumiðstöð yrði byggð upp á Veidnesi. Kristina Hansen, núverandi fylkisráðsmaður og fyrrverandi oddviti Nordkapp, sakar olíumálaráðherrann og ríkisstjórnina um svik. „Þau hafa þingmeirihluta á bak við sig og hefðu getað skipað Equinor að byggja olíumiðstöðina,“ segir Kristina, sem er Færeyingur. Jonas Gahr Støre er formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Noregi.Mynd/TV 2, Noregi. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðurinnar á Stórþinginu, gagnrýnir einnig ákvörðunina og segir hana geta dregið úr stuðningi norsks almennings við olíuiðnaðinn. Hann sakar Solberg-ríkisstjórnina um að hafa ekki lagt sig fram um að skapa þau skilyrði sem þurfti. Sögulegt tækifæri glatist til iðnaðaruppbyggingar og fjölgunar starfa í Finnmörk. „Norsk orka tilheyrir samfélaginu og á að skapa verðmæti og störf um allt land. Ef stjórnvöld og fyrirtæki skilja það ekki setja þau stuðning þjóðarinnar við atvinnugreinina í hættu,“ segir Støre. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með grafísku myndbandi af olíumiðstöðinni: Bensín og olía Langanesbyggð Noregur Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska ríkisolíufélagið Equinor, sem áður hét Statoil, hefur fallið frá áformum um að byggja olíumiðstöð á Veidnes í Norður-Noregi. Forystumenn sveitarfélaga og atvinnulífs í Finnmörk, nyrsta fylki Noregs, hafa brugðist ókvæða við, sakað olíufélagið um svik og blekkingar og krafist þess að Stórþingið og ríkisstjórnin grípi í taumana sem aðaleigandi Equinor. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Kristina Hansen frá Færeyjum, þáverandi bæjarstjóri Nordkapp, fagnaði með aðstoðarforstjóra Statoil, Oystein Michelsen, þegar valið á Veidnes var kynnt árið 2013.Mynd/Statoil. Veidnes liggur utan við Honningsvåg, nyrsta bæ Noregs. Olíumiðstöð þar var ætlað að taka við olíu frá nýjum vinnslusvæðum í Barentshafi um neðansjávarlögn. Það var árið 2013 sem ráðamenn Statoil völdu Veidnes við mikinn fögnuð heimamanna, sem sáu fram á mikla uppbyggingu og fjölgun hálaunastarfa í því fylki Noregs sem búið hefur við mesta fólksfækkun á undanförnum árum. Síðastliðinn föstudag tilkynntu Equinor og samstarfsfélög þess hins vegar að hætt hefði verið við olíumiðstöðina vegna of mikils kostnaðar. Þess í stað yrði olían flutt með skipum beint á markað frá Johan Castberg-vinnslusvæðinu í Barentshafi. Frá Hammerfest. Fjær sést í gasvinnslustöðina á Melkøya, sem tók til starfa fyrir tólf árum. Áætlað er að vegna hennar hafi íbúum bæjarins fjölgað um 500 manns.Mynd/Skjáskot. Þegar Statoil lýsti því fyrst yfir fyrir fimm árum að það hyggðist skoða aðra lausn en olíumiðstöð í landi sögðu ráðamenn í Norður-Noregi að þá mætti allt eins láta olíuna kyrrt liggja í Barentshafi. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Hreinlega allir í Finnmörk, stjórnmálamenn, atvinnulífið, allt samfélagið, hafði væntingar um uppbyggingu. Okkur líður eins og við höfum verið svikin. Við höfum verið blekkt,“ segir Jan Olsen, oddviti Nordkapp, í viðtali við NRK. Sex ár eru frá því Statoil, nú Equinor, tilkynnti um staðarval á Veidnes undir oliumiðstöð Barentshafs. Síðastliðinn föstudag voru áformin blásin af.Teikning/Equinor, Multiconsult. Aðrir forystumenn í Norður-Noregi taka í sama streng. Frode Alfheim, fulltrúi samtaka orkuiðnaðarins, rifjar upp að þegar norska Stórþingið samþykkti olíuvinnslu á Johan Castberg-svæðinu hafi helstu rökin einmitt verið jákvæð áhrif á samfélögin. Stórþingið hafi undirstrikað mikilvægi þess að olíumiðstöð yrði byggð upp á Veidnesi. Kristina Hansen, núverandi fylkisráðsmaður og fyrrverandi oddviti Nordkapp, sakar olíumálaráðherrann og ríkisstjórnina um svik. „Þau hafa þingmeirihluta á bak við sig og hefðu getað skipað Equinor að byggja olíumiðstöðina,“ segir Kristina, sem er Færeyingur. Jonas Gahr Støre er formaður Verkamannaflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Noregi.Mynd/TV 2, Noregi. Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðurinnar á Stórþinginu, gagnrýnir einnig ákvörðunina og segir hana geta dregið úr stuðningi norsks almennings við olíuiðnaðinn. Hann sakar Solberg-ríkisstjórnina um að hafa ekki lagt sig fram um að skapa þau skilyrði sem þurfti. Sögulegt tækifæri glatist til iðnaðaruppbyggingar og fjölgunar starfa í Finnmörk. „Norsk orka tilheyrir samfélaginu og á að skapa verðmæti og störf um allt land. Ef stjórnvöld og fyrirtæki skilja það ekki setja þau stuðning þjóðarinnar við atvinnugreinina í hættu,“ segir Støre. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með grafísku myndbandi af olíumiðstöðinni:
Bensín og olía Langanesbyggð Noregur Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30 Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45 Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45 Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15 Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33
Spá mörgþúsund milljarða uppbyggingu í Norður-Noregi Mikil bjartsýni ríkir nú í Norður-Noregi eftir að gríðarstór olíulind fannst þar undan ströndum í byrjun mánaðarins. Spáð er að á næstu árum verði fjárfest þar fyrir yfir fjögurþúsund milljarða króna. 18. apríl 2011 19:30
Stórfundur eykur líkur á olíuhöfn í Norður-Noregi Stór olíulind sem sænska olíuleitarfélagið Lundin fann í Barentshafi í síðustu viku er talin geta orðið vendipunktur í uppbyggingu olíuiðnaðar í Norður- Noregi. 21. október 2014 13:45
Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. 11. apríl 2019 19:45
Statoil byggir upp nýtt olíusvæði í Barentshafi Norska ríkisolíufélagið Statoil hefur tilkynnt um 600 milljarða króna uppbyggingu á nýju olíuvinnslusvæði í Barentshafi, þess nyrsta í olíusögu Noregs. 12. desember 2017 22:15
Veidneshöfn gæti orðið fyrirmynd Gunnólfsvíkur Tillaga Statoil að nýrri olíuhöfn í Norður-Noregi er athyglisverð fyrir Íslendinga. Sambærileg lausn í Gunnólfsvík í Finnafirði gæti orðið meðal þeirra sem kæmu til umræðu á Íslandi, finnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu. 23. febrúar 2014 11:15