Rústuðu Jets í nótt og sáu síðan sjálfir um sjónvarpsviðtalið eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2019 10:30 Mark Ingram bauð upp á hvert slanguryrðið á fætur öðru í viðtali sínu við Lamar Jackson eftir leikinn. Skjámynd/FoxSports Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok. Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið. Lamar breaks the single-season rushing record by a QB.@Ravens win the AFC North for the 2nd consecutive year.@Lj_era8 & @markingram21 joined the #TNF postgame set on @nflnetwork! pic.twitter.com/E6RPo4x8Ao— NFL (@NFL) December 13, 2019 Leikstjórnandinn Lamar Jackson steig eitt risaskrefi í viðbót nær því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar með því að eiga fimm snertimarkssendingar í leiknum og bæta einnig metið yfir flesta hlaupajarda hjá leikstjórnanda á einu tímabili. Lamar Jackson bætti met átrúnaðargoðsins síns Michael Vick en Lamar er kominn með 1189 hlaupajarda á leiktíðinni. Met Vick var 1039 jardar. Lamar hefur einnig sent 33 snertimarkssendingar á félaga sína sem er það mesta í deildinni í vetur. Touchdown, @SethTRoberts! #RavensFlock@Lj_era8 has 13 completions. Four of them are touchdown passes to four different receivers! : #NYJvsBAL on @NFLNetwork | @NFLonFOX | @PrimeVideo How to watch: https://t.co/I6INVckndXpic.twitter.com/kbuu6En8sA— NFL (@NFL) December 13, 2019 Hlauparinn Mark Ingram átti einnig flottan dag og skoraði tvö af snertimörkum Ravens liðsins en alls skoruðu fimm mismunandi leikmenn Baltimore Ravens snertimörk eftir sendingar frá Lamar Jackson. Þeir Lamar Jackson og Mark Ingram voru teknir í sjónvarpsviðtal eftir leikinn og það breyttist seinna í það að sjónvarpskonan Erin Andrews steig til hliðar og Mark Ingram tók viðtalið sjálfur við Lamar. Það má sjá það hér fyrir neðan. Það má enginn missa af endinum á viðtalinu eða þegar Mark Ingram sendir boltann aftur niður upp í myndverið. The @Ravens are SO fun and this postgame interview proves it pic.twitter.com/WSlf7yECAL— Yahoo Sports (@YahooSports) December 13, 2019 NFL Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Baltimore Ravens liðið hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í NFL-deildinni í nótt og liðið tryggði sigur í Norðurriðli Ameríkudeildarinnar með stórsigri á New York Jets. Það lá líka vel á stjörnum Hrafnanna í leikslok. Baltimore Ravens vann leikinn 42-21 og hefur þar með unnið tíu leiki í röð og 12 af 14 leikjum tímabilsins. Liðið vantar einn sigur í viðbót og þá væri liðið með heimavallarréttinn fram í Super Bowl, komist liðið alla leið. Lamar breaks the single-season rushing record by a QB.@Ravens win the AFC North for the 2nd consecutive year.@Lj_era8 & @markingram21 joined the #TNF postgame set on @nflnetwork! pic.twitter.com/E6RPo4x8Ao— NFL (@NFL) December 13, 2019 Leikstjórnandinn Lamar Jackson steig eitt risaskrefi í viðbót nær því að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar með því að eiga fimm snertimarkssendingar í leiknum og bæta einnig metið yfir flesta hlaupajarda hjá leikstjórnanda á einu tímabili. Lamar Jackson bætti met átrúnaðargoðsins síns Michael Vick en Lamar er kominn með 1189 hlaupajarda á leiktíðinni. Met Vick var 1039 jardar. Lamar hefur einnig sent 33 snertimarkssendingar á félaga sína sem er það mesta í deildinni í vetur. Touchdown, @SethTRoberts! #RavensFlock@Lj_era8 has 13 completions. Four of them are touchdown passes to four different receivers! : #NYJvsBAL on @NFLNetwork | @NFLonFOX | @PrimeVideo How to watch: https://t.co/I6INVckndXpic.twitter.com/kbuu6En8sA— NFL (@NFL) December 13, 2019 Hlauparinn Mark Ingram átti einnig flottan dag og skoraði tvö af snertimörkum Ravens liðsins en alls skoruðu fimm mismunandi leikmenn Baltimore Ravens snertimörk eftir sendingar frá Lamar Jackson. Þeir Lamar Jackson og Mark Ingram voru teknir í sjónvarpsviðtal eftir leikinn og það breyttist seinna í það að sjónvarpskonan Erin Andrews steig til hliðar og Mark Ingram tók viðtalið sjálfur við Lamar. Það má sjá það hér fyrir neðan. Það má enginn missa af endinum á viðtalinu eða þegar Mark Ingram sendir boltann aftur niður upp í myndverið. The @Ravens are SO fun and this postgame interview proves it pic.twitter.com/WSlf7yECAL— Yahoo Sports (@YahooSports) December 13, 2019
NFL Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira