Árásarmennirnir sagðir hafa valið verslun gyðinga sérstaklega Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 11:26 Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. AP/Eduardo Munoz Alvarez Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Sjá meira
Steven Fulop, borgarstjóri Jersey-borgar, segir þungvopnaða árásarmenn sem skutu fjóra til bana í borginni í gær, hafa sérstaklega valið að ráðast á verslun gyðinga. Hann fór þó ekki nánar út í þá staðhæfingu og sagði ekki hvort árásin sneri að gyðingahatri. Eftir um fjögurra klukkustunda skotbardaga lágu báðir árásarmennirnir, lögregluþjónn og þrír almennir borgarar í valnum. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust. Árásin er ekki talin tengjast hryðjuverkastarfsemi. Árásin hófst í rauninni við kirkjugarð í Jersey þegar lögregluþjónn reyndi að stöðva tvo menn sem voru með stöðu grunaðra í morðmáli, samkvæmt New York Times. Þeir skutu lögregluþjóninn þó til bana og keyrðu á brott á stolnum bíl.Skömmu seinna stöðvuðu þeir í hverfi strangtrúaðra gyðinga og ruddu sér leið inn í verslun. Eftir skotbardagann voru þeir báðir dánir og þrír aðrir í versluninni. Annað hvort starfsmenn eða viðskiptavinir. Lögreglan sagði í fyrstu að talið væri að mennirnir hefðu valið verslunina af handahófi. Lögreglan segir allar líkur á því að almennu borgararnir í versluninni hafi ekki verið skotnir af lögreglu. Þeir hafi verið skotnir af árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í verslunina. Ekki er búið að opinbera nöfn árásarmannanna né annarra sem dóu þar. Blaðamaður AP fréttaveitunnar ræddi við rabbína í bænahúsi sem er við hlið verslunarinnar. Hann sagði eiganda hennar hafa nánast verið að labba þar út þegar mennirnir ruddust inn. Eiginkona hans hafi þó verið þar enn. Eftir að mennirnir voru felldir fann lögreglan einhvers konar sprengju í bílnum sem þeir höfðu stolið.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum í gær. #JerseyCity @FoxNews NEW DRAMATIC FOOTAGE FROM JERSEY CITY pic.twitter.com/PaaZUoJbaC— samy (@blobzy91) December 10, 2019 #BREAKING UPDATE:Swat team preparing to enter. 3 police officers injured. And 2 civilian injured. Suspect got shot, but still shooting. New Jersey. Jersey city. #jerseycity pic.twitter.com/h3p7NXIRCK— News flash (@BRNewsFlash) December 10, 2019 More amateur video at scene of shooting at New Jersey kosher grocery store. pic.twitter.com/m0JLaRb6ZO— Reagan Battalion (@ReaganBattalion) December 10, 2019 In New Jersey City, two men in the middle of the street suddenly open fire on police and passers-by. The attackers barricade themselves, the police operation continues pic.twitter.com/6cDzvVmAzE— Ali Özkök (@Ozkok_A) December 10, 2019
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Sjá meira
Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar voru myrtir í skotárás í borginni Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. 10. desember 2019 22:05
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent