Belgískt undrabarn hættir í háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 06:15 Laurent Simons var aðeins níu ára gamall þegar hann hóf nám við Eindhoven háskólann í Hollandi. instagram Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“ Belgía Holland Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira
Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“
Belgía Holland Mest lesið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Addison Rae á Íslandi Lífið „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Menning Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Lífið Inga Lind hlaut blessun á Balí Lífið Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Fleiri fréttir Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Sjá meira