Lífið

Breskar her­sveitir flytja nas­hyrninga til Malaví

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Svartir nashyrningar eru í mikilli útrýmingarhættu.
Svartir nashyrningar eru í mikilli útrýmingarhættu. epa/ MARTIN DIVISEK

Breskar hersveitir hjálpuðu til við að flytja svarta nashyrninga, sem eru í mikilli útrýmingarhættu frá Suður Afríku til Malaví til að vernda þá frá veiðiþjófum. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Hermennirnir fluttu sautján dýr, sem veidd eru vegna horna þeirra, í von um betri vernd fyrir þau. Þau voru flutt frá KwaZulu-Natal í Suður Afríku til Liwonde þjóðgarðsins í Malaví.

Hersveitin varði svo þremur mánuðum í að þjálfa þjóðgarðsverði til að vernda dýrin. Jez England, hershöfðingi í and-veiðiþjófnaðarteymi breska hersins í Liwonde sagði að verkefnið hafi gengið eins og í sögu.

„Við deildum ekki aðeins þekkingu með þjóðgarðsvörðunum, jukum skilvirkni og getu þeirra til að fylgjast með stærri svæðum, heldur veitir þetta hermönnum okkar einnig einstakt tækifæri til þjálfunar í erfiðum aðstæðum,“ sagði hann.

Bresk yfirvöld hafa eyrnamerkt meira en 36 milljónir punda, sem samsvara rúmum 5,7 milljörðum íslenskra króna, til að berjast gegn veiðiþjófnaði frá árinu 2014 til 2021. Hluti af þessu fer í að styðja við alþjóðlega vinnu í von um að flytja dýr á öruggari svæði þvert á landamæri. 


Tengdar fréttir

Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið

Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.