Jólalegt fjárhús á bænum Strönd í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. desember 2019 19:15 Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira
Kindurnar á bænum Strönd í Rangárvallasýslu eru allar í jólaskapi enda búið að skreyta fjárhúsið hjá þeim hátt og lágt. Á milli þess sem þær éta tugguna sína þá geta þær hlustað á jólalög.Á bænum Strönd, sem er við afleggjarann þegar ekið er niður að Njálsbúð í Rangárþingi eystra þar sem sveitaböllinn voru alltaf haldin, búa frændsystkinin Jón Gunnar Karlsson og Margrét Jónsdóttir með á annað hundrað fjár, auk þess að vera með nokkur hross. Margrét er mikið jólabarn og skreytir alltaf fjárhúsið um jólin, sem er einn af jólasiðum hennar.En hefur þetta alltaf verið svona?„Já, síðan 1994 í þessu fjárhúsi. Kindurnar hafa gaman af þessu eins og ég. Síðan geng ég hér upp að altari og trekki bjölluna og þá glymja allar bjöllurnar í fjárhúsinu“, segir Margrét.Margrét og Gunnar eru með ferhyrnd og brúskfé í fjárhúsinu sínu og þau eru með marga liti á fénu.„Við höfum alltaf haldið í ýmsa liti því það er nauðsynlegt að halda í fjölbreytileikann, ekki hafa allt hvítt. Það er mjög gaman að vera sauðfjárbóndi en ég eignaðist mitt fyrsta lamb þegar ég var 10 ára 1964“, bætir Margrét við. Fjárhúsið á Strönd er fallega skreytt um jólin en Margrét hefur séð um skreytingarnar frá 1994.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kindurnar á Strönd eru mjög fallegar enda vel upp aldar og hugsað vel um þær. Fengitímanum er lokið og nú er bara að bíða eftir að fyrstu lömbin komi í heiminn með vorinu En er nauðsynlegt að hugsa sérstaklega vel um skepnur um jólin? „Já, bara alla daga ársins að hugsa vel um dýrin, fylgjast með og líta eftir þeim, ekkert frekar um jólin“, segir Margrét. Margrét Jónsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Strönd í Rangárþingi eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Jól Landbúnaður Rangárþing eystra Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Fleiri fréttir Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Sjá meira