Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Alba Berlín sem tapaði fyrir Asvel Villeurbanne í EuroLeague í körfubolta í kvöld.
Martin skoraði 17 stig fyrir Alba og fór fyrir liðinu auk þess sem hann gaf fimm stoðsendingar.
Leikurinn var jafn til að byrja með og var Berlínarliðið með forystuna inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik tóku heimaenn í Villeurbanne hins vegar yfir leikinn og unnu að lokum nokkuð öruggan 93-81 sigur.
Þetta var fjórði leikurinn í röð í EuroLeague sem tapast hjá Alba Berlín.

