„Okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2019 11:00 Fyrir áramót þarf til að mynda að huga að útigangshrossum og passa að þau séu öruggum stað því dýrin hlaupa af stað ef þau verða hrædd. vísir/vilhelm Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. Ýmislegt sé hægt að gera fyrirbyggjandi fyrir dýrin svo þeim líði betur um áramótin þegar mikið af flugeldum er skotið upp til þess að kveðja gamla árið og fagna því nýja. „Það er alveg ljóst að það eru öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti þannig að það er okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar og auka öryggi allra dýra í kringum okkur,“ sagði Þóra í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi það hvernig undirbúa megi dýrin fyrir hávaðann frá flugeldunum. Fyrirbyggjandi aðgerðir reynast vel að sögn Þóru. Hvað varðar hunda til dæmis er hægt að hljóðþjálfa þá en byrja þarf snemma á því, í október eða nóvember. Of seint er að byrja núna. Þá er mikilvægt að halda hundunum í ól en ekki hafa þá lausa úti við. „Því það getur allt í einu komið flugeldasprenging og þá hleypur dýrið ef það verður hrætt,“ sagði Þóra. Þá er líka hægt að nota róandi lyktarefni og gefa dýrunum kvíðalyf en Þóra lagði áherslu að eigendur dýra hafi samband við dýralækni til að fá rétt lyf og skammt.Hlusta má á viðtalið við Þóru í spilaranum hér fyrir neðan og hér má sjá tilmæli MAST til dýraeigenda fyrir áramót. Áramót Bítið Dýr Flugeldar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira
Þóra Jónasdóttir, dýralæknir, segir öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti. Ýmislegt sé hægt að gera fyrirbyggjandi fyrir dýrin svo þeim líði betur um áramótin þegar mikið af flugeldum er skotið upp til þess að kveðja gamla árið og fagna því nýja. „Það er alveg ljóst að það eru öll dýr að eðlisfari hrædd við skot og læti þannig að það er okkar samfélagslega ábyrgð að reyna að minnka þessar þjáningar og auka öryggi allra dýra í kringum okkur,“ sagði Þóra í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi það hvernig undirbúa megi dýrin fyrir hávaðann frá flugeldunum. Fyrirbyggjandi aðgerðir reynast vel að sögn Þóru. Hvað varðar hunda til dæmis er hægt að hljóðþjálfa þá en byrja þarf snemma á því, í október eða nóvember. Of seint er að byrja núna. Þá er mikilvægt að halda hundunum í ól en ekki hafa þá lausa úti við. „Því það getur allt í einu komið flugeldasprenging og þá hleypur dýrið ef það verður hrætt,“ sagði Þóra. Þá er líka hægt að nota róandi lyktarefni og gefa dýrunum kvíðalyf en Þóra lagði áherslu að eigendur dýra hafi samband við dýralækni til að fá rétt lyf og skammt.Hlusta má á viðtalið við Þóru í spilaranum hér fyrir neðan og hér má sjá tilmæli MAST til dýraeigenda fyrir áramót.
Áramót Bítið Dýr Flugeldar Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Fleiri fréttir Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík Sjá meira