Baðst afsökunar á því að hafa fært leikmanni hræðilegar fréttir í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 22:00 Joe Burrow var valinn maður leiksins og sést hér í einu af mörgum sjónvarpsviðtölum sínum eftir leikinn. Getty/Gregory Shamus Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette. Íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Fréttamanni ESPN varð á mistök í sjónvarpsviðtali eftir úrslitaleik í háskólafótboltanum um helgina þegar hann fór að spyrja út í nýskeð flugslys sem viðmælandinn vissi ekki um. Fréttamaðurinn heitir Dari Nowkhah og hefur nú beðist afsökunar á spurningu sinni. Fréttakonan Carley McCord, átti að fjalla um leikinn fyrir ESPN, en fórst í flugslysi á leið á leikinn. Hún tengist LSU liðinu því hún var tengdadóttir sóknarþjálfara LSU, Steve Ensminger. Steve Ensminger fékk að vita um flugslysið fyrir leikinn en tók þá ákvörðun að leikmenn LSU fengu ekki að vita um það. Ensminger sást þerra tárin fyrir leikinn en leikmennirnir vissu ekki neitt. Carley McCord, the daughter-in-law of LSU offensive coordinator Steve Ensminger, died in a plane crash on Saturday. ESPN reporter Dari Nowkhah has apologized for breaking the tragic news to Joe Burrow on live TV. : https://t.co/OxqNbwbVmtpic.twitter.com/dMW46yVHM3— Sporting News (@sportingnews) December 29, 2019 LSU spilaði frábærlega í leiknum og vann Oklahoma 63-28 fyrir framan meira en 78 þúsund áhorfendur á Mercedes-Benz leikvangnum í Atlanta. Dari Nowkhah, fréttamaður ESPN, fékk Joe Burrow í viðtal eftir leikinn þar sem lið Burrow, LSU, hafði tryggt sér sigur í Peach Bowl. Joe Burrow átti stórleik, gaf sjö snertimarkssendingar og skoraði sjálfur eitt snertimark að auki. Fréttamaðurinn ákvað að spyrja Joe Burrow út í flugslysið og hvort að hann eða leikmenn liðsins hafi vitað af því. Það kom greinilega á Joe Burrow og það leyndi sér ekki að hann kom af fjöllum eins og sjá má hér fyrir neðan. Damn. Burrow found out live on air about the plane crash. They didn't tell the team. pic.twitter.com/EhtEgT3XIV— Cork Gaines (@CorkGaines) December 29, 2019 Dari Nowkhah baðst afsökunar á spurningu sinni inn á Twitter síðu sinni. „Mér líður augljóslega skelfilega eftir að vera sá sem færði Joe fréttirnar af fráfalli Carley McCord. Ég hef beðið alla afsökunar og vottað þeim hjá LSU samúð mína,“ skrifaði Dari Nowkhah og hélt áfram: „Við ætluðum aldrei að særa Joe og við munum læra af þessum mistökum okkar. Hjarta mitt finnur til með fjölskyldum McCord og Ensminger sem og með öllum í LSU fjölskyldunni á þessari sorglegu stundu. Ég vona að þau og allir stuðningsmenn LSU taki við þessari afsökunarbeiðni frá mér,“ skrifaði Nowkhah. Carley McCord var þrítug og eiginkona Steve Ensminger yngri. Steve Ensminger eldri er sóknarþjálfari LSU liðsins. Fimm manns létust í flugslysinu en lítið er vitað um af hverju flugvélin hrapaði aðeins um mínútu eftir að hún fór í loftið nálægt flugvellinum í Lafayette.
Íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira