Titlarnir blikna í samanburði við alla vináttuna Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2020 23:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir segir sigurinn gegn Haukum 2016 í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sinn besta sigur. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
„Líf mitt er búið að snúast um þetta [körfuboltann] hingað til en titlarnir eru bara eitthvað smá miðað við alla vináttuna og félagsskapinn sem maður eignast í gegnum boltann og það er klárlega það sem stendur upp úr,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir sem hefur lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir farsælan feril með Snæfelli og Haukum. Gunnhildur ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag og fór meðal annars yfir nokkra hápunkta innan vallar. „Þetta er búið að vera á bakvið eyrað í töluverðan tíma og í vetur var ég búin að taka ákvörðun um að þetta yrði síðasta tímabilið mitt. Það var fínt að setja þetta út í samfélagið og bara mikill léttir,“ segir Gunnhildur og hefur ekki áhyggjur af skarðinu sem hún skilur eftir í liði Snæfells: „Nú er bara tími fyrir einhverjar aðrar til að stíga upp og taka við keflinu. Ég treysti bara á mínar ungu stelpur hérna heima til að gera það. Karfan verður eins, það verða bara einhverjar aðrar sem sjá um þetta.“ Árin í Haukum gerðu mér rosalega gott Gunnhildur er uppalin í Stykkishólmi og býr þar en hún gekk í raðir Hauka árið 2010 og sér ekki eftir því, jafnvel þó að hún hafi verið í tapliðinu þegar Snæfell vann sinn fyrsta stóra titil: „Ég held að árin í Haukum hafi gert mér ógeðslega gott. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt, byrjaði á bekknum og þurfti að vinna mér inn mínútur. Ég held því að það hafi verið gott fyrir mig. Titillinn á móti Snæfelli í bikarnum var náttúrulega geggjaður en á sama tíma rosalega skrýtinn því Snæfell hafði verið að leita eftir fyrsta titlinum til að taka heim. En það var líka jafnsúrt að tapa úrslitunum gegn þeim um vorið,“ sagði Gunnhildur, sem viðurkennir að hafa glaðst aðeins yfir því að Snæfell næði í sinn fyrsta stóra titil. Ógleymanlegur oddaleikur á Ásvöllum „Ég held að tilfinningin hafi verið svolítið á báða vegu. Auðvitað var glatað að tapa en það er bara eitthvað við það þegar maður er svona mikill Hólmari í sér, að þá var ég innst inni aðeins að fagna með þeim líka þó svo að ég hafi tapað sjálf,“ sagði Gunnhildur sem vann svo tvo Íslandsmeistaratitla með Snæfelli, þann seinni eftir oddaleik gegn Haukum á Ásvöllum: „Ég held að þetta sé stærsti leikur sem ég hef nokkurn tímann spilað. Ég held að það hafi verið 1.600 manns í stúkunni og þvílík læti. Haukar voru með Helenu [Sverrisdóttur] innanborðs og fleiri stórstjörnur. Þetta er besti titill sem ég hef nokkurn tímann unnið.“ Klippa: Sportið í dag - Gunnhildur Gunnarsdóttir fer yfir ferilinn Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Sportið í dag Haukar Snæfell Mest lesið Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Fótbolti Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Handbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira