Hugrún bjó við mikla fátækt og var lögð í einelti Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2020 09:25 Hugrún hefur náð frábærum árangri sem fegurðardrottning. Hún sagði sögu sína í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland. Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Fegurðardrottningin og fyrirsætan Hugrún Birta Egilsdóttir var lögð í einelti í æsku, lifði í fátækt og man eftir strætóferðum í Mæðrastyrksnefnd til að fá mat. Hugrún gafst þó aldrei upp, passaði að vorkenna sér aldrei, er í fullu námi í dag og vill láta gott af sér leiða. Vala Matt hitti Hugrúnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og heyrði hennar sögu. „Það reyndist mjög erfitt á þeim árum sem ég upplifði fátækt. Það kom til alveg frá því að foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá fórum við að flytja á hina ýmsu staði. Ég held ég hafi búið í hverju hverfi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Hugrún og bætir við að hún hafi oft á tíðum þurft að skipta um skóla. „Ég get alveg sagt að ég á marga vini víða. En fátæktin var verst þegar við þurftum að taka strætó oft í klukkutíma eða tvo í Mæðrastyrksnefnd og ég er mjög þakklát fyrir þau í dag. Að hafa gefið okkur mat á jólunum eða gefið mér afmælisgjafir,“ segir Hugrún meyr en hún segist vel geta sett sig í spor annarra og veit hvað sumt fólk þarf að ganga í gegnum. Hugrún fékk afmælis og jólagjafir frá Mæðrastyrksnefnd. Hugrún hefur sjálf þurft að vinna sig út úr slæmri upplifun af einelti. „Einelti er bara eins og einelti er og getur verið á svo marga vegu. Ég upplifði einelti sem hópeinelti og mér fannst ég oft standa ein. Ég steig til hliðar og fannst ég ekki hafa rétt á skoðunum en með tímanum og með systur mína með mér þá fattaði ég að það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig, þú ein heldur á blýantinum og getur skrifað næsta kafla.“ Hún segir að oft hafi hún ekki treyst sér í skólann og liðið mjög illa. „Mér fannst ég ein og upplifði oft eins og allir væru á móti mér. Kennararnir unnu með mér og hvöttu mig til að mæta í skólann ef mér liði vel. Ég talaði bara um eineltið við sjálfan mig, ein heima við spegilinn og þorði ekki að tala um það við neinn.“ Hugrún segist ekki kenna neinum um, heldur hafi þetta verið aðstæður þeirra sem lögðu hana í einelti. Hugrún tók þátt í Miss Universe Iceland á síðasta ári. „Þetta getur oft verið bara misskilningur en ég trúi því að kærleikurinn umberi allt. Ég gef bara góða strauma frá mér, þó einhver sé leiðinlegur. Ég ein get stjórnað því hvernig ég bregst við.“ Hún segist hafa fyrirgefið öllum gerendum. „Ég skrifaði niður á blað alla einstaklingana og hvað þeir höfðu gert mér. Svo skrifaði ég hvernig mér leið á þessum tíma og ákvað síðan að fyrirgefa þeim,“ segir Hugrún en hún hefur í dag aldrei fengið afsökunarbeiðni frá gerendum sínum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Hugrún vann til verðlauna í síðustu keppni af Miss Universe Iceland.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira